Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2016 11:01 Bakaríið sem um ræðir. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent