Erlent

Fyrrverandi Grikklandsforseti látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Stephanopoulos var fyrst kjörinn á þing árið 1961.
Stephanopoulos var fyrst kjörinn á þing árið 1961. Vísir/AFP
Konstantinos Stephanopoulos, fyrrverandi forseti Grikklands, lést í gær, níræður að aldri. Stephanopoulos gegndi forsetaembættinu tvö kjörtímabil, frá árinu 1995 til 2005.

Í frétt Washington Post segir að Kostis, eins og hann var jafnan kallaður, hafi andast á sjúkrahúsi í Aþenu, en hann hafði glímt við lungnabólgu síðustu vikur.

Hann var íhaldsmaður, en gerðist hófsamari þegar fram í sótti. Hann er álitinn vera einn ástsælasti forsetinn í sögu Grikklands.

Stephanopoulos var fyrst kjörinn á þing árið 1961 og gegndi fjölda ráðherraembætta á starfsævi sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×