Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 17:00 Guðmundur Atli í leik gegn Val í sumar. vísir/eyþór Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna en það kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Breiðabliks. Hún birtist á blikar.is. Guðmundur Atli gekk í raðir Breiðabliks frá nágrannafélaginu HK fyrir síðasta tímabil og náði að spila í sex leikjum. Þar sem að Blikar voru að fara að spila í Evrópukeppni í sumar gengust allir leikmenn undir læknisskoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem hjartagallinn kom í ljós. „Allir sem fara í Evrópukeppni fara í hjarta- og ómskoðun og þá kom þetta í ljós. Ég var strax settur í tveggja vikna pásu á meðan ég gekkst undir frekari rannsóknir,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Vísi í dag. Hann segir að gallinn sé líklega ættgengur en að hann hafi aldrei kennt sér meins áður. Líklegt er að gallinn hefði ekki uppgötvast nema út af því að Guðmundur Atli gerðist leikmaður Breiðabliks sem hafði unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni. „Auðvitað hefði maður viljað klára ferilinn fyrst en ástæðan fyrir því að UEFA er með svona strangt eftirlit er að knattspyrnumenn hafa fengið hjartaáfall inni á vellinum og dáið,“ sagði Guðmundur Atli sem kallar eftir því að meira verði gert í þessum málum fyrir íslenska knattspyrnumenn - aðra en þá sem eru bara að fara að spila í Evrópukeppni. „Það virðist oft þurfa eitthvert svakalegt slys áður en einhver gerir eitthvað í hlutunum. Maður er ekki vitur eftir á í svona málum.“ Hann segir að þetta hafi verið áfall en að hann hafi þó vitað þetta síðan í sumar. Honum líði því vel í dag. „Lífið heldur áfram og fótboltinn er ekki allt. En maður er vissulega leiður yfir þessu enda búinn að vera í íþróttinni síðan maður var krakki. Svo er þetta tekið af manni á einu augnabliki.“ „Ég var á leið í Evrópukeppni í fyrsta sinn á ævinni og svo gerðist þetta. Ég ætlaði ekki að trúa lækninum þegar hann sagði mér þetta fyrst. En þetta hefur engin áhrif á daglegt líf hjá mér, sem betur fer.“ „Kannski að ég leyfi mér að vera með í bumbubolta með félögunum. Ég passa mig bara á því að hanga bara frammi,“ sagði hann í léttum dúr. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna en það kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Breiðabliks. Hún birtist á blikar.is. Guðmundur Atli gekk í raðir Breiðabliks frá nágrannafélaginu HK fyrir síðasta tímabil og náði að spila í sex leikjum. Þar sem að Blikar voru að fara að spila í Evrópukeppni í sumar gengust allir leikmenn undir læknisskoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem hjartagallinn kom í ljós. „Allir sem fara í Evrópukeppni fara í hjarta- og ómskoðun og þá kom þetta í ljós. Ég var strax settur í tveggja vikna pásu á meðan ég gekkst undir frekari rannsóknir,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Vísi í dag. Hann segir að gallinn sé líklega ættgengur en að hann hafi aldrei kennt sér meins áður. Líklegt er að gallinn hefði ekki uppgötvast nema út af því að Guðmundur Atli gerðist leikmaður Breiðabliks sem hafði unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni. „Auðvitað hefði maður viljað klára ferilinn fyrst en ástæðan fyrir því að UEFA er með svona strangt eftirlit er að knattspyrnumenn hafa fengið hjartaáfall inni á vellinum og dáið,“ sagði Guðmundur Atli sem kallar eftir því að meira verði gert í þessum málum fyrir íslenska knattspyrnumenn - aðra en þá sem eru bara að fara að spila í Evrópukeppni. „Það virðist oft þurfa eitthvert svakalegt slys áður en einhver gerir eitthvað í hlutunum. Maður er ekki vitur eftir á í svona málum.“ Hann segir að þetta hafi verið áfall en að hann hafi þó vitað þetta síðan í sumar. Honum líði því vel í dag. „Lífið heldur áfram og fótboltinn er ekki allt. En maður er vissulega leiður yfir þessu enda búinn að vera í íþróttinni síðan maður var krakki. Svo er þetta tekið af manni á einu augnabliki.“ „Ég var á leið í Evrópukeppni í fyrsta sinn á ævinni og svo gerðist þetta. Ég ætlaði ekki að trúa lækninum þegar hann sagði mér þetta fyrst. En þetta hefur engin áhrif á daglegt líf hjá mér, sem betur fer.“ „Kannski að ég leyfi mér að vera með í bumbubolta með félögunum. Ég passa mig bara á því að hanga bara frammi,“ sagði hann í léttum dúr.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira