Erlent

Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Brad Pitt og Angelina Jolie með börnum sínum sex. Pitt og Jolie standa nú í skilnaði.
Brad Pitt og Angelina Jolie með börnum sínum sex. Pitt og Jolie standa nú í skilnaði. vísir/getty

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi, líkt og fyrrum eiginkona hans, Angelina Jolie, hefur haldið fram.

Jolie sagði Pitt hafa veist að einu barni þeirra um borð í einkaflugvél í september síðastliðnum. Saman eiga þau sex börn.

Í yfirlýsingu frá FBI segir að ekki hafi þótt ástæða til þess að aðhafast frekar í málinu og að ákæra verði ekki gefin út. Félagsþjónustan í Los Angeles tilkynnti í september að málið yrði ekki skoðað frekar á þeim bænum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.