Lífið

Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014.
Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014. vísir/getty
Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004.Ástæðan fyrir skilnaðnum mun hafa verið mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi, en einnig hafa fjölmiðlar ytra greint frá því að Brad Pitt hafi beitt börnunum líkamlegu ofbeldi.Jolie fór fram á fullt forræði yfir börnunum þeirra sex en nú greinir Entertainment Weekly frá því að þau hafi náð samkomulagi um skilnaðinn og forræði yfir börnunum. Þetta staðfestir talsmaður Angelina Jolie við miðilinn.„Við getum staðfest að þau hafa náð samkomulagi um skilnaðinn og að Jolie fái forræði yfir börnunum sex. Pitt fær reglulega að hitta börnin,“ segir talsmaður leikkonunnar.Ekki hefur þetta fengist staðfest frá talsmönnum Brad Pitt.Jolie segir í skilnaðarpappírunum að þau hafi skilið þann 15. september. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs.   Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Brad Pitt fer fram á sameiginlegt forræði

Þetta kemur fram í skilnaðargögnum sem Pitt lagði inn til dómara á föstudag. Angelina Jolie fer fram á fullt forræði yfir sex börnum þeirra.

Jennifer Aniston skellihlær á forsíðu New York Post

Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.