Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2016 11:29 Magnus Carlsen verður hvítur í tveimur af þeim þremur skákum sem eftir standa. Vísir/AFP Níunda skák heimsmeistaraenvígis norska heimsmeistarans Magnus Carlsen og Rússans Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. Carlsen var undir mikilli tímapressu og gerði mikil mistök í 38. leik skákarinnar og í kjölfarið voru margir sérfræðingar sem lýstu því yfir að Karjakin ætti sigurinn vísan og myndi því ná tveggja vinninga forskoti í einvíginu. Slíkt hefði svo gott sem gert út um vonir Carlsen sem hefði þurft að vinna síðustu þrjár skákir einvígisins. Í frétt NRK segir að Carlsen hafi þess í stað náð að bjarga skákinni og landa jafntefli eftir alls 74 leiki. Aserski stórmeistarinn Teymur Radjabov var einn þeirra afskrifaði Carlsen eftir umrædd mistök og sagði Karjakin spila góðan leik og Carlsen vara í sjálfseyðingarham.Karjakin,senses the moment,plays very good game,Magnus self-destructs and we are going to have 2-0 in Sergey's favor! Nice game by white!— Teymur Rajabov (@rajachess) November 23, 2016 Ungversk-bandaríski stórmeistarinn Susan Polgar fylgdist einnig með skákinni og sagði ljóst að Carlsen væri í miklum vanda á því augnabliki.Carlsen is in serious trouble here. This is quite shocking! #CarlsenKarjakin— Susan Polgar (@SusanPolgar) November 23, 2016 Karjakin tókst þó ekki að ganga frá Carlsen sem náði með góðri spilamennsku að tryggja jafntefli, eftir fimm og hálfs tíma og 74 leikja skák. Carlsen neitaði að ræða við fréttamann á vegum mótsins að skák lokinni, en á opnum fréttamannafundi var hann augljóslega í góðu skapi. Sagði hann þetta hafa verið erfiða skák og hann væri fenginn því að hafa „lifað af“. Eftir áttundu skákina, sem Karjakin vann, strunsaði Carlsen úr af fréttamannafundi. Carlsen verður hvítur í tveimur af þeim þremur skákum sem eftir standa. Lesa má um níundu skákina í færslu skak.blog.is. Tengdar fréttir Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Níunda skák heimsmeistaraenvígis norska heimsmeistarans Magnus Carlsen og Rússans Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. Carlsen var undir mikilli tímapressu og gerði mikil mistök í 38. leik skákarinnar og í kjölfarið voru margir sérfræðingar sem lýstu því yfir að Karjakin ætti sigurinn vísan og myndi því ná tveggja vinninga forskoti í einvíginu. Slíkt hefði svo gott sem gert út um vonir Carlsen sem hefði þurft að vinna síðustu þrjár skákir einvígisins. Í frétt NRK segir að Carlsen hafi þess í stað náð að bjarga skákinni og landa jafntefli eftir alls 74 leiki. Aserski stórmeistarinn Teymur Radjabov var einn þeirra afskrifaði Carlsen eftir umrædd mistök og sagði Karjakin spila góðan leik og Carlsen vara í sjálfseyðingarham.Karjakin,senses the moment,plays very good game,Magnus self-destructs and we are going to have 2-0 in Sergey's favor! Nice game by white!— Teymur Rajabov (@rajachess) November 23, 2016 Ungversk-bandaríski stórmeistarinn Susan Polgar fylgdist einnig með skákinni og sagði ljóst að Carlsen væri í miklum vanda á því augnabliki.Carlsen is in serious trouble here. This is quite shocking! #CarlsenKarjakin— Susan Polgar (@SusanPolgar) November 23, 2016 Karjakin tókst þó ekki að ganga frá Carlsen sem náði með góðri spilamennsku að tryggja jafntefli, eftir fimm og hálfs tíma og 74 leikja skák. Carlsen neitaði að ræða við fréttamann á vegum mótsins að skák lokinni, en á opnum fréttamannafundi var hann augljóslega í góðu skapi. Sagði hann þetta hafa verið erfiða skák og hann væri fenginn því að hafa „lifað af“. Eftir áttundu skákina, sem Karjakin vann, strunsaði Carlsen úr af fréttamannafundi. Carlsen verður hvítur í tveimur af þeim þremur skákum sem eftir standa. Lesa má um níundu skákina í færslu skak.blog.is.
Tengdar fréttir Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55