Innlent

Löng biðröð fyrir utan Elko

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Verslunin býður upp á afslátt af vörum sínum vegna Black Friday.
Verslunin býður upp á afslátt af vörum sínum vegna Black Friday. vísir/jói k

Löng röð hafði myndast fyrir utan raftækjaverslunina Elko Lindum í morgun vegna þeirra tilboða sem boðið verður upp á í tilefni af svarta föstudeginum, eða Black Friday, líkt og dagurinn kallast á ensku. Verslunin var opnuð klukkan átta en röðin var tekin að myndast að minnsta kosti einni klukkustund fyrir opnun.

Sófus Árni Hafsteinsson, verslunarstjóri í Elko, segir í samtali við Vísi að tilboð sé á allflestum vörum í búðinni og að tilboðin séu sambærileg og í fyrra. Hann segist búast við stöðugum straumi fólks í allan dag, og að því verði allt starfsfólk verslunarinnar við störf í dag.

Fleiri verslanir taka þátt í þessum degi, en svartur föstudagur á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem dagurinn markar upphaf jólavertíðarinnar. Hann hefur sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin ár og virðist nú hafa náð fótfestu, því sífellt fleiri verslanir sjá sóknarfæri í þátttöku.

vísir/jói k

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.