Ýmsar kenningar um upphaf Black Friday Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 15:45 Mikið öngþveiti skapast oft á svörtum föstudegi. vísir/epa Ýmsar sögur hafa verið á kreiki um upphaf svarta föstudagsins svonefnda, eða Black Friday, líkt og hann kallast á ensku. Engin haldbær skýring er þó á því hvaðan dagurinn er upprunninn, að sögn Kristins Helga Magnússonar Schram, lektors í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Næstkomandi föstudagur, dagurinn sem fjölmargar verslanir halda hátíðlegan, á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur undanfarin ár náð fótfestu hér á landi, og er líklega kominn til að vera. Verslanir bjóða á þessum degi upp á afslátt af vörum sínum en í Bandaríkjunum markar þessi dagur upphaf jólavertíðarinnar.Þrælahald, bókhald og reiðir lögreglumenn algengar skýringar „Það eru margar þjóðsögur um hvernig dagurinn varð til í Bandaríkjunum. Ein er sú að þetta hafi verið dagur þar sem þrælahaldarar seldu þræla sína með afslætti til plantekrueigenda. Önnur skýring er sú að þetta sé dagur þar sem kaupmenn komast loksins úr tapi í gróða yfir fjárhagsárið, þ.e komist úr rauðu yfir í svart,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Þessar skýringar telur hann hins vegar rangar. „Líklegasta skýringin er sú að þetta sé heiti yfir það sem lögreglumenn á austurströnd Bandaríkjanna notuðu til að lýsa þessum fyrsta degi eftir þakkargjörðina. Þá var algengt að fólk hringdi sig inn veikt í vinnu og fengi þannig langa helgi. Þá færi það niður í bæ en við það sköpuðust miklar umferðarteppur í miðbænum og lögreglumenn kölluðu þetta svartan föstudag til að lýsa þessum vandræðum sem fólust í því að stjórna umferðaröngþveiti. Þetta hefur líklega verið á sjötta áratugnum eða snemma á sjöunda áratugnum.“Hefðirnar flestar neysludrifnar Kristinn segir mörg dæmi um það að kaupmenn reyni að innleiða sérstaka hátíðardaga inn í samfélag sitt. Dæmi um það sé Valentínusardagurinn sem þó hefur ekki náð að skjóta eins föstum rótum í íslenskt samfélag og til dæmis hrekkjavaka eða svartur föstudagur. Þessir dagar eiga það flestir sameiginlegt að vera drifnir áfram að neyslumiðuðum hefðum. „Það eru margir dagar sem eru svona neysludrifnir og ríma við þessa ímynd þjóðarinnar af neysluglöðu samfélagi. Það er þó að nokkru leyti í andstöðu við þá ímynd sem farið var að bera meira á á eftirhrunsárunum um að við værum í ákveðnu afturhaldi til neyslugrannra tíma og sjálfbærni og sjálfþurftarbúskapar, en mér skilst að einkaneyslan sé að aukast töluvert,“ segir Kristinn. Svartur föstudagur, Valentínusardagur og hrekkjavaka eru þeir dagar sem hafa náð hvað best inn í íslenskt samfélag, en þeir eru allir frá Bandaríkjunum komnir. Kristinn segir erfitt að segja til um hvers vegna Íslendingar leiti frekar til Bandaríkjanna en annarra landa, en Bretar halda upp á svokallaðan Boxing day, sem er sambærilegur svörtum föstudegi, en haldinn annan í jólum. „Það er alltaf ákveðið flæði á milli hefða erlendis og á Íslandi og það er kannski erfitt að afmarka hátíðir mjög sérstaklega við þjóðerni og séríslenska daga. Ég held að við megum alveg búast við hreyfingu á því. Suma hátíðardaga mótum við meira staðbundið.“ Kristinn segir þessar hefðir ekki hafa haft marktæk áhrif á séríslenskar hefðir, líkt og öskudag, en að þær breytist alltaf í tímanna rás. „Það hefur alltaf verið hreyfing á hefðum á milli landa og þær hefðir sem við lítum á sem séríslenskar eiga sér margar hliðstæður erlendis og hátíðardagar koma og fara með aukinni alþjóðavæðingu og auknum samskiptum.“Dagurinn að detta úr tísku Black Friday er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna. Oftar en ekki kemur fólk sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun, og dæmi eru um að mikill æsingur myndist þegar verslanirnar loks opna. Nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum herma þó að dagurinn sé að missa sess sinn meðal bandarískra neytenda, en á síðasta ári fóru 102 milljónir manna í verslanir þessa stóru verslunarhelgi, og hafði þá fækkað um rúmlega 40 milljónir frá 2012. Þróunin virðist vera að fólk versli jafn mikið fyrir jólin, en sé ekki að draga innkaupin fram á svartan föstudag, og að það versli í auknum mæli á netinu. Talið er að samanlagt 137,4 milljónir manna í Bandaríkjunum muni versla í búðum og á netinu um þakkargjörðarhelgina. Það er tveggja milljóna manna fjölgun milli ára. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Ýmsar sögur hafa verið á kreiki um upphaf svarta föstudagsins svonefnda, eða Black Friday, líkt og hann kallast á ensku. Engin haldbær skýring er þó á því hvaðan dagurinn er upprunninn, að sögn Kristins Helga Magnússonar Schram, lektors í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Næstkomandi föstudagur, dagurinn sem fjölmargar verslanir halda hátíðlegan, á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur undanfarin ár náð fótfestu hér á landi, og er líklega kominn til að vera. Verslanir bjóða á þessum degi upp á afslátt af vörum sínum en í Bandaríkjunum markar þessi dagur upphaf jólavertíðarinnar.Þrælahald, bókhald og reiðir lögreglumenn algengar skýringar „Það eru margar þjóðsögur um hvernig dagurinn varð til í Bandaríkjunum. Ein er sú að þetta hafi verið dagur þar sem þrælahaldarar seldu þræla sína með afslætti til plantekrueigenda. Önnur skýring er sú að þetta sé dagur þar sem kaupmenn komast loksins úr tapi í gróða yfir fjárhagsárið, þ.e komist úr rauðu yfir í svart,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Þessar skýringar telur hann hins vegar rangar. „Líklegasta skýringin er sú að þetta sé heiti yfir það sem lögreglumenn á austurströnd Bandaríkjanna notuðu til að lýsa þessum fyrsta degi eftir þakkargjörðina. Þá var algengt að fólk hringdi sig inn veikt í vinnu og fengi þannig langa helgi. Þá færi það niður í bæ en við það sköpuðust miklar umferðarteppur í miðbænum og lögreglumenn kölluðu þetta svartan föstudag til að lýsa þessum vandræðum sem fólust í því að stjórna umferðaröngþveiti. Þetta hefur líklega verið á sjötta áratugnum eða snemma á sjöunda áratugnum.“Hefðirnar flestar neysludrifnar Kristinn segir mörg dæmi um það að kaupmenn reyni að innleiða sérstaka hátíðardaga inn í samfélag sitt. Dæmi um það sé Valentínusardagurinn sem þó hefur ekki náð að skjóta eins föstum rótum í íslenskt samfélag og til dæmis hrekkjavaka eða svartur föstudagur. Þessir dagar eiga það flestir sameiginlegt að vera drifnir áfram að neyslumiðuðum hefðum. „Það eru margir dagar sem eru svona neysludrifnir og ríma við þessa ímynd þjóðarinnar af neysluglöðu samfélagi. Það er þó að nokkru leyti í andstöðu við þá ímynd sem farið var að bera meira á á eftirhrunsárunum um að við værum í ákveðnu afturhaldi til neyslugrannra tíma og sjálfbærni og sjálfþurftarbúskapar, en mér skilst að einkaneyslan sé að aukast töluvert,“ segir Kristinn. Svartur föstudagur, Valentínusardagur og hrekkjavaka eru þeir dagar sem hafa náð hvað best inn í íslenskt samfélag, en þeir eru allir frá Bandaríkjunum komnir. Kristinn segir erfitt að segja til um hvers vegna Íslendingar leiti frekar til Bandaríkjanna en annarra landa, en Bretar halda upp á svokallaðan Boxing day, sem er sambærilegur svörtum föstudegi, en haldinn annan í jólum. „Það er alltaf ákveðið flæði á milli hefða erlendis og á Íslandi og það er kannski erfitt að afmarka hátíðir mjög sérstaklega við þjóðerni og séríslenska daga. Ég held að við megum alveg búast við hreyfingu á því. Suma hátíðardaga mótum við meira staðbundið.“ Kristinn segir þessar hefðir ekki hafa haft marktæk áhrif á séríslenskar hefðir, líkt og öskudag, en að þær breytist alltaf í tímanna rás. „Það hefur alltaf verið hreyfing á hefðum á milli landa og þær hefðir sem við lítum á sem séríslenskar eiga sér margar hliðstæður erlendis og hátíðardagar koma og fara með aukinni alþjóðavæðingu og auknum samskiptum.“Dagurinn að detta úr tísku Black Friday er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna. Oftar en ekki kemur fólk sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun, og dæmi eru um að mikill æsingur myndist þegar verslanirnar loks opna. Nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum herma þó að dagurinn sé að missa sess sinn meðal bandarískra neytenda, en á síðasta ári fóru 102 milljónir manna í verslanir þessa stóru verslunarhelgi, og hafði þá fækkað um rúmlega 40 milljónir frá 2012. Þróunin virðist vera að fólk versli jafn mikið fyrir jólin, en sé ekki að draga innkaupin fram á svartan föstudag, og að það versli í auknum mæli á netinu. Talið er að samanlagt 137,4 milljónir manna í Bandaríkjunum muni versla í búðum og á netinu um þakkargjörðarhelgina. Það er tveggja milljóna manna fjölgun milli ára.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira