Svartur föstudagur að detta úr tísku Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 10:00 Talið er að 3,5 prósent færri Bandaríkjamenn versli í búðum á deginum í ár en í fyrra. Vísir/AFP Svo virðist sem „svartur föstudagur“ (e. Black Friday), útsöludagurinn sem haldinn er á föstudaginn í þessari viku, daginn eftir þakkargjörðarhátíðina, sé að missa sess sinn meðal bandarískra neytenda. Dagurinn hefur sögulega verið stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum en fjöldi verslana býður vörur með miklum afslætti á þessum degi og hefja því margir jólaverslunina þá. Business Insider greinir frá því að á síðustu árum virðist færri neytendur leggja leið sína í stórmarkaði á borð við Walmart, Target og Amazon á þessum degi. Spáð er að fjöldi þeirra sem heimsækja verslanir á þessu ári muni dragast saman um 3,5 prósent milli ára, og er þetta ofan á hlutfallslega fækkun síðustu ára. Á síðasta ári fóru 102 milljónir manna í verslanir um þessa helgi og hafði þá fækkað um rúmlega fjörutíu milljónir frá 2012, samkvæmt tölum frá National Retail Federation. Þróunin virðist vera að fólk versli jafn mikið fyrir jólin, en sé ekki að draga innkaupin fram á svarta föstudag, og að það versli í auknum mæli á netinu. Talið er að samanlagt 137,4 milljónir manna í Bandaríkjunum muni versla í búðum og á netinu um þakkargjörðarhelgina. Það er tveggja milljóna manna fjölgun milli ára. Spáð er að neytendur muni versla fyrir 3,6 prósent hærri upphæð en í fyrra eða fyrir 655,8 milljarða Bandaríkjadala. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Svo virðist sem „svartur föstudagur“ (e. Black Friday), útsöludagurinn sem haldinn er á föstudaginn í þessari viku, daginn eftir þakkargjörðarhátíðina, sé að missa sess sinn meðal bandarískra neytenda. Dagurinn hefur sögulega verið stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum en fjöldi verslana býður vörur með miklum afslætti á þessum degi og hefja því margir jólaverslunina þá. Business Insider greinir frá því að á síðustu árum virðist færri neytendur leggja leið sína í stórmarkaði á borð við Walmart, Target og Amazon á þessum degi. Spáð er að fjöldi þeirra sem heimsækja verslanir á þessu ári muni dragast saman um 3,5 prósent milli ára, og er þetta ofan á hlutfallslega fækkun síðustu ára. Á síðasta ári fóru 102 milljónir manna í verslanir um þessa helgi og hafði þá fækkað um rúmlega fjörutíu milljónir frá 2012, samkvæmt tölum frá National Retail Federation. Þróunin virðist vera að fólk versli jafn mikið fyrir jólin, en sé ekki að draga innkaupin fram á svarta föstudag, og að það versli í auknum mæli á netinu. Talið er að samanlagt 137,4 milljónir manna í Bandaríkjunum muni versla í búðum og á netinu um þakkargjörðarhelgina. Það er tveggja milljóna manna fjölgun milli ára. Spáð er að neytendur muni versla fyrir 3,6 prósent hærri upphæð en í fyrra eða fyrir 655,8 milljarða Bandaríkjadala.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira