Erlent

Brady Bunch-leikkonan Henderson er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Florence Henderson.
Florence Henderson. Vísir/AFP
Bandríska leikkonan Florence Henderson er látin, 82 ára að aldri. Henderson gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem móðir Brady-fjölskyldunnar í þáttunum The Brady Bunch.

Í frétt BBC segir að Henderson hafi andast á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles í gær.

Þættirnir Brady Bunch voru fyrst sýndir árið 1969 og sögðu frá sögu tveggja einstæðra foreldra sem taka saman og mynda saman fjölskyldu.

Henderson fæddist í Indiana-ríki árið 1934 og hóf leiklistarferil sinn í leikhúsi áður en hún hóf störf í sjónvarpi. Fyrsta leikhúshlutverk hennar var í leikritinu Wish You Were Here í New York þegar hún var nítján ára.

Hún fór jafnframt með stórt hlutverk í leikritinu Oklahoma! og The Sound of Music þar sem hún fór með hlutverk Mariu von Trapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×