Ekki jafn snarpir og skjálftarnir 2011 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. nóvember 2016 07:00 Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stóran hluta eystri strandlengju Nýja-Sjálands. Flóðbylgjurnar reyndust minni en óttast var í fyrstu. Vísir/EPA Gríðarsterkur jarðskjálfti, 7,8 að styrk, reið yfir Nýja-Sjáland í gær. Minnst tveir týndu lífinu í skjálftanum. Ekki er vitað um umfang skemmda á mannvirkjum í landinu að svo stöddu. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Upptök skjálftans voru á um fimmtán kílómetra dýpi skammt undan strönd suðureyjar Nýja-Sjálands. Eftirskjálftarnir hlaupa á tugum en þeir stærstu voru allt að 5,5 að styrk.Hjörtur Kristinsson„Þetta var allt öðruvísi en skjálftarnir í febrúar 2011,“ segir Hjörtur Kristinsson, íbúi í Christchurch, en borgin er um hundrað kílómetra suður af upptökum skjálftans. Skjálftinn þá var 6,3 að styrk en 185 létust í kjölfar hans og á annað þúsund slasaðist. „Nú hristist allt og skalf lengi. Þetta var eins og maður væri úti á rúmsjó. Hinir skjálftarnir voru mun snarpari.“ Eftir skjálftann var flóðbylgjuviðvörun gefin út og hús við strandlengjuna voru rýmd. Fyrstu viðvaranir almannavarna hljóðuðu upp á fimm metra háar öldur en þær stærstu reyndust vera á þriðja metra. Hjörtur var meðal þeirra sem þurftu að yfirgefa hús sitt. „Svæðið var rýmt og það fær enginn að fara þangað inn. Lögreglumenn standa vaktina við alla innganga á svæðið og varna fólki að fara inn þar til flóðbylgjuhættan er liðin hjá. Það er háflóð núna svo það er beðið eftir því að það flæði út á ný,“ segir Hjörtur. Hann áætlar að um 20 þúsund manns við ströndina í Christchurch hafi þurft að yfirgefa heimili sín á meðan hættan líður hjá. Óttast er að bæirnir Waiau og Kaikoura, sem er vinsæll ferðamannastaður, og nærliggjandi svæði hafi orðið verst úti í skjálftanum. Erfitt er að komast að svæðinu þar sem vegir eru víða í sundur. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru herþyrlur á leið á svæðið með björgunarfólk og neyðarhjálpargögn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti varð í Christchurch á Nýja Sjálandi nú fyrir skömmu. Talið er að jarðskjálftinn hafi verið 7,4 stig. 13. nóvember 2016 11:44 Að minnsta kosti tveir látnir í jarðskjálftanum Öflugur jarðskjálfti skók Nýja-Sjáland um hádegisbil í dag. 13. nóvember 2016 20:34 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Gríðarsterkur jarðskjálfti, 7,8 að styrk, reið yfir Nýja-Sjáland í gær. Minnst tveir týndu lífinu í skjálftanum. Ekki er vitað um umfang skemmda á mannvirkjum í landinu að svo stöddu. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Upptök skjálftans voru á um fimmtán kílómetra dýpi skammt undan strönd suðureyjar Nýja-Sjálands. Eftirskjálftarnir hlaupa á tugum en þeir stærstu voru allt að 5,5 að styrk.Hjörtur Kristinsson„Þetta var allt öðruvísi en skjálftarnir í febrúar 2011,“ segir Hjörtur Kristinsson, íbúi í Christchurch, en borgin er um hundrað kílómetra suður af upptökum skjálftans. Skjálftinn þá var 6,3 að styrk en 185 létust í kjölfar hans og á annað þúsund slasaðist. „Nú hristist allt og skalf lengi. Þetta var eins og maður væri úti á rúmsjó. Hinir skjálftarnir voru mun snarpari.“ Eftir skjálftann var flóðbylgjuviðvörun gefin út og hús við strandlengjuna voru rýmd. Fyrstu viðvaranir almannavarna hljóðuðu upp á fimm metra háar öldur en þær stærstu reyndust vera á þriðja metra. Hjörtur var meðal þeirra sem þurftu að yfirgefa hús sitt. „Svæðið var rýmt og það fær enginn að fara þangað inn. Lögreglumenn standa vaktina við alla innganga á svæðið og varna fólki að fara inn þar til flóðbylgjuhættan er liðin hjá. Það er háflóð núna svo það er beðið eftir því að það flæði út á ný,“ segir Hjörtur. Hann áætlar að um 20 þúsund manns við ströndina í Christchurch hafi þurft að yfirgefa heimili sín á meðan hættan líður hjá. Óttast er að bæirnir Waiau og Kaikoura, sem er vinsæll ferðamannastaður, og nærliggjandi svæði hafi orðið verst úti í skjálftanum. Erfitt er að komast að svæðinu þar sem vegir eru víða í sundur. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru herþyrlur á leið á svæðið með björgunarfólk og neyðarhjálpargögn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti varð í Christchurch á Nýja Sjálandi nú fyrir skömmu. Talið er að jarðskjálftinn hafi verið 7,4 stig. 13. nóvember 2016 11:44 Að minnsta kosti tveir látnir í jarðskjálftanum Öflugur jarðskjálfti skók Nýja-Sjáland um hádegisbil í dag. 13. nóvember 2016 20:34 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Stór jarðskjálfti á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti varð í Christchurch á Nýja Sjálandi nú fyrir skömmu. Talið er að jarðskjálftinn hafi verið 7,4 stig. 13. nóvember 2016 11:44
Að minnsta kosti tveir látnir í jarðskjálftanum Öflugur jarðskjálfti skók Nýja-Sjáland um hádegisbil í dag. 13. nóvember 2016 20:34