Enski boltinn

Sturridge ósáttur: Ég skora og gef stoðsendingar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Sturridge, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er ekki sáttur við að hafa fengð á sig þann stimpil að hann sé of eigingjarn.

Enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, vilji frekar nota aðra leikmenn í sínu liði - leikmenn sem leggi meira á sig fyrir liðsheildina en hann.

Sturridge var í byrjunarliði Englands gegn Skotlandi á föstudag og skoraði þá í 3-0 sigri sinna manna en samantekt úr leiknum má sjá hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Messan: Er Sturridge leikmaður að skapi Klopp?

„Það skiptir ekki máli hvað fólk segir um mig. Það er ósanngjarnt. Það er ósanngjarnt. Ég hef ekki áhyggjur af því hvað fólk hefur að segja um mig,“ var haft eftir Sturridge í Mirror um helgina.

„Ég tel að ég leggi mitt af mörkum fyrir liðið. Ég gef stoðsendingar og skora mörk,“ sagði hann enn fremur.

„Ég nýt þess að skora eins og allir framhejrar. En það eina sem skiptir máli er að liðið vinni og maður er þá hluti af þeim sigri.“


Tengdar fréttir

Jurgen Klopp stendur þétt við bakið á Sturridge

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist standa þétt við bakið á framherja liðsins Daniel Sturridge sem hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og eins og svo oft áður ekki fengið margar mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×