Erlent

Assange klæðir kött sinn upp í einverunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kötturinn var vel klæddur.
Kötturinn var vel klæddur. Vísir/Getty
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, virðist hafa mikinn tíma til þess að drepa í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann hefur dvalið frá árinu 2012 vegna ótta um að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Fyrr á árinu fékk hann kött sem hann klæddi nýverið upp.

Ljósmyndarar- og blaðamenn sem vakta sendiráðið tóku eftir því að kötturinn, sem börn Assange gáfu honum í maí síðastliðnum, birtist í glugga sendiráðsins með forláta kraga og bindi um háls sinn.

Kötturinn gengur undir nafninu Embassy Cat, eða Sendiráðskötturinn, er með sínar eigin Twitter- og Instagram síður þar sem fylgjast má með ævintýrum hans. Kötturinn lætur reglulega sjá sig í gluggum sendiráðsins en hefur aldrei áður verið jafn vel klæddur.

Sænsk yfirvöld ná tali af Assange vegna ásakana um að hann hafi nauðgað tveimur konum í Svíþjóð árið 2010. Fengu saksóknar loks að spyrja hann spurninga á dögunum í gegnum síma. Assange hefur ekki farið út fyrir veggi sendiráðsins frá árinu 2012 en hann óttast einnig að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem yfir honum vofa málaferli og fangelsi vegna uppljóstrana Wikileaks um framferði bandaríska hersins.


Tengdar fréttir

Assange varð ekki að ósk sinni

Sænskur dómstóll segir að ríkissaksóknari Svíþjóðar þurfi ekki að falla frá rannsókn sinni á meintum kynferðisbrotum stofnanda Wikileaks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×