Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki. Vísir/Anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, er að einangra sig frá öðrum þingmönnum flokksins og hugnast ekki að vinna með Sigurði Inga og öðrum þingmönnum í sátt. Þetta segja heimildarmenn Fréttablaðsins innan Framsóknarflokksins. Þá er einnig sagt að stefni í að hann verði einangraður á þinginu almennt, þar muni hann fáa bandamenn eiga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigmundur Davíð héldi því fram að undir hans forystu hefði flokkurinn getað náð allt að 19 prósenta fylgi í nýafstöðnum kosningum í stað þeirra 11,5 prósenta sem flokkurinn uppskar. Hann hafi verið búinn að leggja drög að öflugri kosningabaráttu en innbyrðis átök hafi skemmt fyrir. Sigmundur Davíð tapaði hins vegar formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson fyrr í haust. Ekki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar en þegar hann mætti á Bessastaði í gær til að ræða stjórnarmyndun við Guðna Th. Jóhannesson forseta sagði hann: „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því.“ Sömu heimildarmenn eru einróma á því að vangaveltur Sigmundar Davíðs um hugsanlega niðurstöðu séu „út í hött“. Það sjáist einna best á því að flokkurinn hafi fengið 20 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi, sem Sigmundur Davíð leiddi, samanborið við 34,6 prósenta fylgi árið 2013. Önnur vísbending er útstrikanir, en fréttastofa greindi frá því í gær að áberandi meira hefði verið um útstrikanir í kjördæminu en vanalega, þá helst á lista Framsóknar. Í samtali við fréttastofu sagði Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, að einn maður hefði verið strikaður meira út en aðrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má leiða líkur að því að sá maður sé Sigmundur Davíð. Þá herma heimildir Fréttablaðsins einnig að Gunnar Bragi muni hugsanlega einangra sig með Sigmundi Davíð og verða hans helsti, og mögulega eini, bandamaður. Gunnar bragi studdi Sigmund Davíð í formannskosningunum og sagði framboð Sigurðar Inga ekki til eftirbreytni. Það bryti gegn hefðum flokksins. Andrúmsloftið og stemningin innan þingflokks Framsóknar á komandi kjörtímabili er sagt verða eitrað vegna viðmóts Sigmundar Davíðs. Jafnframt er það sagt gera flokkinn óstjórntækan þar sem hann muni ekki þykja nægilega stöðugur. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, er að einangra sig frá öðrum þingmönnum flokksins og hugnast ekki að vinna með Sigurði Inga og öðrum þingmönnum í sátt. Þetta segja heimildarmenn Fréttablaðsins innan Framsóknarflokksins. Þá er einnig sagt að stefni í að hann verði einangraður á þinginu almennt, þar muni hann fáa bandamenn eiga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigmundur Davíð héldi því fram að undir hans forystu hefði flokkurinn getað náð allt að 19 prósenta fylgi í nýafstöðnum kosningum í stað þeirra 11,5 prósenta sem flokkurinn uppskar. Hann hafi verið búinn að leggja drög að öflugri kosningabaráttu en innbyrðis átök hafi skemmt fyrir. Sigmundur Davíð tapaði hins vegar formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson fyrr í haust. Ekki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar en þegar hann mætti á Bessastaði í gær til að ræða stjórnarmyndun við Guðna Th. Jóhannesson forseta sagði hann: „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því.“ Sömu heimildarmenn eru einróma á því að vangaveltur Sigmundar Davíðs um hugsanlega niðurstöðu séu „út í hött“. Það sjáist einna best á því að flokkurinn hafi fengið 20 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi, sem Sigmundur Davíð leiddi, samanborið við 34,6 prósenta fylgi árið 2013. Önnur vísbending er útstrikanir, en fréttastofa greindi frá því í gær að áberandi meira hefði verið um útstrikanir í kjördæminu en vanalega, þá helst á lista Framsóknar. Í samtali við fréttastofu sagði Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, að einn maður hefði verið strikaður meira út en aðrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má leiða líkur að því að sá maður sé Sigmundur Davíð. Þá herma heimildir Fréttablaðsins einnig að Gunnar Bragi muni hugsanlega einangra sig með Sigmundi Davíð og verða hans helsti, og mögulega eini, bandamaður. Gunnar bragi studdi Sigmund Davíð í formannskosningunum og sagði framboð Sigurðar Inga ekki til eftirbreytni. Það bryti gegn hefðum flokksins. Andrúmsloftið og stemningin innan þingflokks Framsóknar á komandi kjörtímabili er sagt verða eitrað vegna viðmóts Sigmundar Davíðs. Jafnframt er það sagt gera flokkinn óstjórntækan þar sem hann muni ekki þykja nægilega stöðugur. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46
Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55
Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00