Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 17:46 Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans eftir formannskjörið á sunnudag þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs en þar kveðst hann ætla að halda áfram að vinna með félögum sínum í Norðausturkjördæmi, og má ekki skilja orð Sigmundar öðruvísi en svo að hann ætli sér að leiða lista flokksins í kjördæminu þrátt fyrir að hafa tapað formannskjörinu um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sigmundur nú á leiðinni austur á land ásamt Lilju Alfreðsdóttur, nýkjörnum varaformanni Framsóknarflokksins en hún hefur um langt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Sigmundar. „Ég ætla enn að bíða með að ræða málin í fjölmiðlum en get þó staðfest að mér er ljúft og skylt að vinna áfram með félögum mínum í Norðausturkjördæmi. Gagnvart þeim hef ég tekið að mér skyldur sem ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá. Á næstu misserum mun ég þvert á móti fyrst og fremst einbeita mér að því að sinna kjördæminu og málefnum þessm,“ segir Sigmundur Davíð. Hann lýkur færslunni að þakka vinum sínum og stuðningsfólki í Framsókn sem og fólki utan flokka sem hefur sýnt honum stuðning og sent honum kveðjur. „Jafnframt heiti ég því að gefast ekki upp á að berjast fyrir því sem ég tel til þess fallið að bæta samfélagið og rétta hlut þeirra sem á er hallað með hverjum sem vill ganga til þeirra verka með mér,“ segir Sigmundur Davíð að lokum en færslu hans má sjá í heild sinni hér að neðan.Fyrr í dag setti Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs færslu á Facebook-síðu sína en þar lýsti hann yfir miklum vonbrigðum með úrslit formannskjörsins auk þess sem hann sagði aðdraganda þess hafa verið ömurlegan. Vísir spurði Jóhannes nánar út í aðdragandann en hann vildi ekki tjá sig um hann að öðru leyti en því að ýmislegt hafi verið í gangi undir yfirborðinu. Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs en þar kveðst hann ætla að halda áfram að vinna með félögum sínum í Norðausturkjördæmi, og má ekki skilja orð Sigmundar öðruvísi en svo að hann ætli sér að leiða lista flokksins í kjördæminu þrátt fyrir að hafa tapað formannskjörinu um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sigmundur nú á leiðinni austur á land ásamt Lilju Alfreðsdóttur, nýkjörnum varaformanni Framsóknarflokksins en hún hefur um langt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Sigmundar. „Ég ætla enn að bíða með að ræða málin í fjölmiðlum en get þó staðfest að mér er ljúft og skylt að vinna áfram með félögum mínum í Norðausturkjördæmi. Gagnvart þeim hef ég tekið að mér skyldur sem ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá. Á næstu misserum mun ég þvert á móti fyrst og fremst einbeita mér að því að sinna kjördæminu og málefnum þessm,“ segir Sigmundur Davíð. Hann lýkur færslunni að þakka vinum sínum og stuðningsfólki í Framsókn sem og fólki utan flokka sem hefur sýnt honum stuðning og sent honum kveðjur. „Jafnframt heiti ég því að gefast ekki upp á að berjast fyrir því sem ég tel til þess fallið að bæta samfélagið og rétta hlut þeirra sem á er hallað með hverjum sem vill ganga til þeirra verka með mér,“ segir Sigmundur Davíð að lokum en færslu hans má sjá í heild sinni hér að neðan.Fyrr í dag setti Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs færslu á Facebook-síðu sína en þar lýsti hann yfir miklum vonbrigðum með úrslit formannskjörsins auk þess sem hann sagði aðdraganda þess hafa verið ömurlegan. Vísir spurði Jóhannes nánar út í aðdragandann en hann vildi ekki tjá sig um hann að öðru leyti en því að ýmislegt hafi verið í gangi undir yfirborðinu.
Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00
Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07
Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47