Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 17:46 Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans eftir formannskjörið á sunnudag þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs en þar kveðst hann ætla að halda áfram að vinna með félögum sínum í Norðausturkjördæmi, og má ekki skilja orð Sigmundar öðruvísi en svo að hann ætli sér að leiða lista flokksins í kjördæminu þrátt fyrir að hafa tapað formannskjörinu um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sigmundur nú á leiðinni austur á land ásamt Lilju Alfreðsdóttur, nýkjörnum varaformanni Framsóknarflokksins en hún hefur um langt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Sigmundar. „Ég ætla enn að bíða með að ræða málin í fjölmiðlum en get þó staðfest að mér er ljúft og skylt að vinna áfram með félögum mínum í Norðausturkjördæmi. Gagnvart þeim hef ég tekið að mér skyldur sem ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá. Á næstu misserum mun ég þvert á móti fyrst og fremst einbeita mér að því að sinna kjördæminu og málefnum þessm,“ segir Sigmundur Davíð. Hann lýkur færslunni að þakka vinum sínum og stuðningsfólki í Framsókn sem og fólki utan flokka sem hefur sýnt honum stuðning og sent honum kveðjur. „Jafnframt heiti ég því að gefast ekki upp á að berjast fyrir því sem ég tel til þess fallið að bæta samfélagið og rétta hlut þeirra sem á er hallað með hverjum sem vill ganga til þeirra verka með mér,“ segir Sigmundur Davíð að lokum en færslu hans má sjá í heild sinni hér að neðan.Fyrr í dag setti Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs færslu á Facebook-síðu sína en þar lýsti hann yfir miklum vonbrigðum með úrslit formannskjörsins auk þess sem hann sagði aðdraganda þess hafa verið ömurlegan. Vísir spurði Jóhannes nánar út í aðdragandann en hann vildi ekki tjá sig um hann að öðru leyti en því að ýmislegt hafi verið í gangi undir yfirborðinu. Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs en þar kveðst hann ætla að halda áfram að vinna með félögum sínum í Norðausturkjördæmi, og má ekki skilja orð Sigmundar öðruvísi en svo að hann ætli sér að leiða lista flokksins í kjördæminu þrátt fyrir að hafa tapað formannskjörinu um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sigmundur nú á leiðinni austur á land ásamt Lilju Alfreðsdóttur, nýkjörnum varaformanni Framsóknarflokksins en hún hefur um langt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Sigmundar. „Ég ætla enn að bíða með að ræða málin í fjölmiðlum en get þó staðfest að mér er ljúft og skylt að vinna áfram með félögum mínum í Norðausturkjördæmi. Gagnvart þeim hef ég tekið að mér skyldur sem ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá. Á næstu misserum mun ég þvert á móti fyrst og fremst einbeita mér að því að sinna kjördæminu og málefnum þessm,“ segir Sigmundur Davíð. Hann lýkur færslunni að þakka vinum sínum og stuðningsfólki í Framsókn sem og fólki utan flokka sem hefur sýnt honum stuðning og sent honum kveðjur. „Jafnframt heiti ég því að gefast ekki upp á að berjast fyrir því sem ég tel til þess fallið að bæta samfélagið og rétta hlut þeirra sem á er hallað með hverjum sem vill ganga til þeirra verka með mér,“ segir Sigmundur Davíð að lokum en færslu hans má sjá í heild sinni hér að neðan.Fyrr í dag setti Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs færslu á Facebook-síðu sína en þar lýsti hann yfir miklum vonbrigðum með úrslit formannskjörsins auk þess sem hann sagði aðdraganda þess hafa verið ömurlegan. Vísir spurði Jóhannes nánar út í aðdragandann en hann vildi ekki tjá sig um hann að öðru leyti en því að ýmislegt hafi verið í gangi undir yfirborðinu.
Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00
Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07
Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent