Fótbolti

„Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku.Íslenska liðið spilar fjórða leik sinn í undankeppni HM 2018 á móti Króötum í Zagreb laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var spurður út í minningarnar frá umspilsleikjunum fyrir HM 2014 sem fram fóru haustið 2013.Tapið var mikið áfall fyrir strákana og margir leikmanna liðsins voru í lægð næstu mánuði á eftir. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tapaðist sá síðasti 2-0 á Maksimir-leikvanginum þrátt fyrir að íslenska liðið var manni fleiri stóran hluta leiksins.„Ég held að hver og einn leikmaður verði taka þessar minningar og nýta þær eins og er best fyrir hann sjálfan. Sumir munu örugglega spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför en aðrir vilja gleyma því,“ sagði Heimir.„Leikmenn fá bara að nýta þær minningar eins og vel og þeir geta. Ég held að þetta séu allt það miklir keppnismenn að þeir kunni að fara með tap,“ sagði Heimir.„Auðvitað sveið þetta í langan tíma en þessi leikur var samt sem áður vendipunktur fyrir íslenska liðið. Menn sáu hversu nálægt þeir voru að komast í lokakeppni. Það nýtti leikmennirnir sér og snéru aldrei til baka í næsta verkefni á eftir,“ sagði Heimir.„Þetta var því ekki bara neikvætt. Þetta var staðfesting á því hversu langt þetta landslið var komið á þessum tíma. Þeir nýttu sér það í næsta verkefni á eftir. Þetta voru ekki bara neikvæðar minningar,“ sagði Heimir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.