Liverpool á toppnum í fyrsta sinn í tvö ár: „Ég veit hvað gerðist fyrir tveimur árum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2016 09:00 Jürgen Klopp er ekki búinn að tapa síðan í annarri umferð. vísir/getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi ekki tala of mikið um titilmöguleika liðsins eftir að það valtaði yfir Watford, 6-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool er á toppnum í deildinni þegar hlé verður nú gert á henni vegna landsleikjaviku. Liverpool hefur ekki verið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni í rúm tvö ár eða síðan liðið var hársbreidd frá því að vinna hana á vormánuðum 2014 með Luis Suárez með sinn besta mann. Allir Liverpool-menn þekkja þá sorgarsögu; Steven Gerrard rann og draumurinn dó gegn Crystal Palace. „Ég veit að allskonar hlutir gerðust hérna fyrir tveimur árum þegar liðið var nálægt þessu en þetta er ekki liðið fyrir tveimur árum. Þetta er heldur ekki liðið fyrir 25 árum. Við erum algjörlega nýtt lið og höldum okkur ísköldum. Við erum í frábærri stöðu en ekkert meira en það,“ sagði Klopp við fréttamenn eftir leikinn. Þjóðverjinn sagði að engin pressa væri á liðinu eftir aðeins ellefu leiki en það er með eins stigs forskot á Chelsea. Manchester City og Arsenal eru svo með 24 stig, tveimur stigum á eftir lærisveinum Klopps. „Við töluðum ekki einu orði um möguleikann að komast á toppinn. Fyrir mér er miklu mikilvægara að við lítum út eins og lið sem getur unnið leiki. Þegar ég kom hingað bað ég um þolinmæði og trú. Það er ekki hægt að biðja um eitthvað öryggi eftir ellefu leiki. Það er bara ekki í boði,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpu Liverpool, sleggjuna hjá Pogba og uppgjör helgarinnar í enska | Myndbönd Mörk helgarinnar, markvörslur helgarinnar og leikmaður helgarinnar allt í einum pakka á Vísi. 7. nóvember 2016 08:00 Liverpool rasskellti Watford og komst í toppsætið | Sjáðu mörkin Lærisveinar Jurgen Klopp unnu öruggan 6-1 sigur á Watford á heimavelli í dag en með sigrinum lyfti Liverpool sér upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir landsleikjahlé. 6. nóvember 2016 16:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi ekki tala of mikið um titilmöguleika liðsins eftir að það valtaði yfir Watford, 6-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool er á toppnum í deildinni þegar hlé verður nú gert á henni vegna landsleikjaviku. Liverpool hefur ekki verið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni í rúm tvö ár eða síðan liðið var hársbreidd frá því að vinna hana á vormánuðum 2014 með Luis Suárez með sinn besta mann. Allir Liverpool-menn þekkja þá sorgarsögu; Steven Gerrard rann og draumurinn dó gegn Crystal Palace. „Ég veit að allskonar hlutir gerðust hérna fyrir tveimur árum þegar liðið var nálægt þessu en þetta er ekki liðið fyrir tveimur árum. Þetta er heldur ekki liðið fyrir 25 árum. Við erum algjörlega nýtt lið og höldum okkur ísköldum. Við erum í frábærri stöðu en ekkert meira en það,“ sagði Klopp við fréttamenn eftir leikinn. Þjóðverjinn sagði að engin pressa væri á liðinu eftir aðeins ellefu leiki en það er með eins stigs forskot á Chelsea. Manchester City og Arsenal eru svo með 24 stig, tveimur stigum á eftir lærisveinum Klopps. „Við töluðum ekki einu orði um möguleikann að komast á toppinn. Fyrir mér er miklu mikilvægara að við lítum út eins og lið sem getur unnið leiki. Þegar ég kom hingað bað ég um þolinmæði og trú. Það er ekki hægt að biðja um eitthvað öryggi eftir ellefu leiki. Það er bara ekki í boði,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpu Liverpool, sleggjuna hjá Pogba og uppgjör helgarinnar í enska | Myndbönd Mörk helgarinnar, markvörslur helgarinnar og leikmaður helgarinnar allt í einum pakka á Vísi. 7. nóvember 2016 08:00 Liverpool rasskellti Watford og komst í toppsætið | Sjáðu mörkin Lærisveinar Jurgen Klopp unnu öruggan 6-1 sigur á Watford á heimavelli í dag en með sigrinum lyfti Liverpool sér upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir landsleikjahlé. 6. nóvember 2016 16:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Sjáðu markasúpu Liverpool, sleggjuna hjá Pogba og uppgjör helgarinnar í enska | Myndbönd Mörk helgarinnar, markvörslur helgarinnar og leikmaður helgarinnar allt í einum pakka á Vísi. 7. nóvember 2016 08:00
Liverpool rasskellti Watford og komst í toppsætið | Sjáðu mörkin Lærisveinar Jurgen Klopp unnu öruggan 6-1 sigur á Watford á heimavelli í dag en með sigrinum lyfti Liverpool sér upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir landsleikjahlé. 6. nóvember 2016 16:00