Aron kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2016 09:45 Aron aftur kominn í rautt, hvítt og blátt. vísir/getty Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, er kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru en hann var í gærkvöldi kallaður í hópinn sem mætir Mexíkó og Kosta Ríka á næstu dögum í fyrstu umferð lokastigs undankeppni HM 2018 í norður og Mið-Ameríku. Aron hefur ekki verið í landsliðshópi Bandaríkjananna síðan hann kom af bekknum í 4-1 tapi liðsins gegn Brasilíu 8. september 2015. Hann meiddist skömmu eftir það og var frá í rétt tæpt ár eða þar til hann sneri aftur í september. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann var gráti næst að sjá boltann aftur í netinu eftir að vera svona lengi frá.NEWS: The 26-man #USMNT roster for #USAvMEX and #USAvCRC #WCQ matches: https://t.co/Y8gI1KEVuz pic.twitter.com/J80eaxk1cK— U.S. Soccer (@ussoccer) November 6, 2016 Aron sagði í sama viðtali að hann vonaðist til að vera valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Kúbu og Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði en svo var ekki. Hann er aftur á móti einn af fjórum framherjum sem voru valdi fyrir þessa stórleiki gegn tveimur af bestu liðum álfunnar. Þrátt fyrir að vera svona lengi frá óttaðist Aron aldrei um landsliðssæti sitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gerði allt hvað hann gat að koma Aroni aftur í stand en hann hjálpaði Íslendingnum í gegnum meiðslin eins og Aron sagði sjálfur frá. Aron er eins og þrír aðrir framherjar í bandaríska hópnum ansi reynslulitlir í undankeppni HM en þar á hann aðeins að baki þrjá leiki og eitt mark. Jordan Morris á að baki þrjá leiki og ekkert mark en Bobby Wood, leikmaður Hamburg hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Aðalmaðurinn í framlínu Bandaríkjanna er sem fyrr Jozy Altidore en hann á að baki 31 leik og 16 mörk í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Fótbolti Tengdar fréttir Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52 Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, er kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru en hann var í gærkvöldi kallaður í hópinn sem mætir Mexíkó og Kosta Ríka á næstu dögum í fyrstu umferð lokastigs undankeppni HM 2018 í norður og Mið-Ameríku. Aron hefur ekki verið í landsliðshópi Bandaríkjananna síðan hann kom af bekknum í 4-1 tapi liðsins gegn Brasilíu 8. september 2015. Hann meiddist skömmu eftir það og var frá í rétt tæpt ár eða þar til hann sneri aftur í september. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann var gráti næst að sjá boltann aftur í netinu eftir að vera svona lengi frá.NEWS: The 26-man #USMNT roster for #USAvMEX and #USAvCRC #WCQ matches: https://t.co/Y8gI1KEVuz pic.twitter.com/J80eaxk1cK— U.S. Soccer (@ussoccer) November 6, 2016 Aron sagði í sama viðtali að hann vonaðist til að vera valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Kúbu og Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði en svo var ekki. Hann er aftur á móti einn af fjórum framherjum sem voru valdi fyrir þessa stórleiki gegn tveimur af bestu liðum álfunnar. Þrátt fyrir að vera svona lengi frá óttaðist Aron aldrei um landsliðssæti sitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gerði allt hvað hann gat að koma Aroni aftur í stand en hann hjálpaði Íslendingnum í gegnum meiðslin eins og Aron sagði sjálfur frá. Aron er eins og þrír aðrir framherjar í bandaríska hópnum ansi reynslulitlir í undankeppni HM en þar á hann aðeins að baki þrjá leiki og eitt mark. Jordan Morris á að baki þrjá leiki og ekkert mark en Bobby Wood, leikmaður Hamburg hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Aðalmaðurinn í framlínu Bandaríkjanna er sem fyrr Jozy Altidore en hann á að baki 31 leik og 16 mörk í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið.
Fótbolti Tengdar fréttir Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52 Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira
Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52
Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45