Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 09:45 Clint Dempsey er frá Texas en Aron úr Grafarvogi en báðir spila fyrir Bandaríkin. vísir/getty Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach. Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach.
Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira