Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 09:45 Clint Dempsey er frá Texas en Aron úr Grafarvogi en báðir spila fyrir Bandaríkin. vísir/getty Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach. Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach.
Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira