Einnig kosið um kannabis og þingsæti í Bandaríkjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2016 00:00 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru ekki einu kosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í dag. Vísir/Getty Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru ekki einu kosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í dag. Kosið verður um meirihluta sæta í bandaríska þinginu, nokkur ríkisstjóraembætti eru einnig á lausu auk þess sem að níu ríki kjósa um hvort að lögleiða eigi kannabiss. Mesta spennann ríkir um kosningarnar um sæti í öldungadeild bandaríska þingsins þar sem kosið verður um 34 af 100 sætum öldungardeildarinnar. Repúblikanar eru þar nú með nauman meirihluta, 54 þingmenn, gegn 44 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum.Talið er þó líklegt að Demókrötum takist að ná meirihluta í öldungardeildinni á nýjan leik eftir að hafa tapað honum í síðustu öldungardeildarkosningum árið 2015. Af þeim 34 sætum sem kosið verður um í dag eru 24 í höndum Repúblikana en 10 í höndum Demókrata. Búist er við að Demókratar haldi að minnsta kosti sínu en bæti við sig sætum á kostnað Repúblikana. Spennan er þó meiri Repúblikanamegin þar sem búist er við að minnsta kosti tvö öldungardeildarsæti, í Wisconsin og Illinois, myndi falla í hendur Repúblikana. Þá er baráttan í fimm ríkjum Repúblikana svo hörð að ekki er hægt að segja til um hver muni sigra. Reikna má með að báðir flokkar fái að minnsta kosti 47 sæti en að sex sæti gætu sveiflast til eða frá. Erfitt er því að spá fyrir um hvor flokkurinn muni ná meirihluta í öldungardeildinni en samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight eru líkurnar nánast jafnar.Kosið er um öll 435 sæti fulltúardeildar Bandaríkjaþings. Þar eru repúblikanar nú með 246 þingmenn gegn 186 þingmönnum demókrata eða 32 sæta meirihluta. Ekki er búist að við að demókrötum takist að ná meirihlutanum á nýjan leik en þar hafa repúblikanar haft meirihluta frá árinu 2011. Samkvæmt könnunum er þó gert ráð fyrir að demókratar muni sækja á og ná um 201 sæti sem er þó fjarri því að duga til að ná meirihluta. Þá verður einnig kosið um 12 ríkisstjórastöður en ekki er reiknað með miklum breytingum þar. Repúblikanar stýra nú 31 ríki og reiknað er með að sú tala haldist svipuð eftir kosningar dagsins.Níu ríki kjósa um kannabisKjósendur í níu ríkjum munu kjósa um hvort lögleiða eigi kannabis í einhverju formi. Í Flórída, Montana, Norður-Dakóta og Arkansas verður um hvort leyfa eigi kannabis í lækningaskyni en í fimm ríkjum, Kaliforníu, Nevada, Arizona, Massachusettes og Maine, verður kosið um hvort að leyfa eigi þeim sem eldri eru en 21 árs að neyta kannabis-efna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch Fékk fjögur atkvæði og Donald Trump fékk tvö. 8. nóvember 2016 09:51 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 „90 prósent líkur“ á sigri Clinton Ný könnun Reuters/Ipsos segir stöðuna erfiða fyrir Donald Trump. 8. nóvember 2016 09:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru ekki einu kosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í dag. Kosið verður um meirihluta sæta í bandaríska þinginu, nokkur ríkisstjóraembætti eru einnig á lausu auk þess sem að níu ríki kjósa um hvort að lögleiða eigi kannabiss. Mesta spennann ríkir um kosningarnar um sæti í öldungadeild bandaríska þingsins þar sem kosið verður um 34 af 100 sætum öldungardeildarinnar. Repúblikanar eru þar nú með nauman meirihluta, 54 þingmenn, gegn 44 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum.Talið er þó líklegt að Demókrötum takist að ná meirihluta í öldungardeildinni á nýjan leik eftir að hafa tapað honum í síðustu öldungardeildarkosningum árið 2015. Af þeim 34 sætum sem kosið verður um í dag eru 24 í höndum Repúblikana en 10 í höndum Demókrata. Búist er við að Demókratar haldi að minnsta kosti sínu en bæti við sig sætum á kostnað Repúblikana. Spennan er þó meiri Repúblikanamegin þar sem búist er við að minnsta kosti tvö öldungardeildarsæti, í Wisconsin og Illinois, myndi falla í hendur Repúblikana. Þá er baráttan í fimm ríkjum Repúblikana svo hörð að ekki er hægt að segja til um hver muni sigra. Reikna má með að báðir flokkar fái að minnsta kosti 47 sæti en að sex sæti gætu sveiflast til eða frá. Erfitt er því að spá fyrir um hvor flokkurinn muni ná meirihluta í öldungardeildinni en samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight eru líkurnar nánast jafnar.Kosið er um öll 435 sæti fulltúardeildar Bandaríkjaþings. Þar eru repúblikanar nú með 246 þingmenn gegn 186 þingmönnum demókrata eða 32 sæta meirihluta. Ekki er búist að við að demókrötum takist að ná meirihlutanum á nýjan leik en þar hafa repúblikanar haft meirihluta frá árinu 2011. Samkvæmt könnunum er þó gert ráð fyrir að demókratar muni sækja á og ná um 201 sæti sem er þó fjarri því að duga til að ná meirihluta. Þá verður einnig kosið um 12 ríkisstjórastöður en ekki er reiknað með miklum breytingum þar. Repúblikanar stýra nú 31 ríki og reiknað er með að sú tala haldist svipuð eftir kosningar dagsins.Níu ríki kjósa um kannabisKjósendur í níu ríkjum munu kjósa um hvort lögleiða eigi kannabis í einhverju formi. Í Flórída, Montana, Norður-Dakóta og Arkansas verður um hvort leyfa eigi kannabis í lækningaskyni en í fimm ríkjum, Kaliforníu, Nevada, Arizona, Massachusettes og Maine, verður kosið um hvort að leyfa eigi þeim sem eldri eru en 21 árs að neyta kannabis-efna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch Fékk fjögur atkvæði og Donald Trump fékk tvö. 8. nóvember 2016 09:51 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 „90 prósent líkur“ á sigri Clinton Ný könnun Reuters/Ipsos segir stöðuna erfiða fyrir Donald Trump. 8. nóvember 2016 09:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch Fékk fjögur atkvæði og Donald Trump fékk tvö. 8. nóvember 2016 09:51
Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30
„90 prósent líkur“ á sigri Clinton Ný könnun Reuters/Ipsos segir stöðuna erfiða fyrir Donald Trump. 8. nóvember 2016 09:00
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00