Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2016 11:50 Á hverjum morgni í 65 ár hefur Ed Shepard, nú 93 ára, gengið til vinnu og opnað bensínþjónustustöð í Welch í McDowell sýslu í Vestur-Virginíu. Kjósendur í sýslunni voru upp til hópa yfirlýstir stuðningsmenn Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs en margir Íslendingar velta fyrir sér hvernig Trump fór að því að ná kjöri. Fjölmargir Íslendingar hafa numið í Bandaríkjunum og búið ytra. Stærstur hluti hefur búið í stórborgum, verið í háskóla og þekkir því aðallega til hámenntaðs fólks og þéttbýla. Þeirra samfélaga þar sem Hillary Clinton naut meiri stuðnings en Trump. Allt önnur staða eru uppi á teningnum í dreifbýlum og sveitum þar sem tækifæri til menntunar eru minni og fátækt sömuleiðis meiri.Nánari útskýringar á því hvernig Trump náði kjöri má lesa hér. Fréttateymi Guardian heimsótti McDowell sýslu sem hefur glímt við fátækt í lengri tíma, með það fyrir augum að fá svör við spurningunni hvers vegna íbúum sýslunnar líst svo vel á Donald Trump. Óhætt er að segja að bærinn Welch megi muna sinn fífil fegurri en á sínum tíma iðaði allt af lífi og rekstur fyrirtækja og verslana af ýmsum toga gekk afar vel. „Það er alveg sama hvað þig vantaði eða þurftir, það var hægt að kaupa allt í Welch,“ segir Shepard. Ótrúleg fullyrðing miðað við stöðu mála þar í dag.Litla New York Bærinn var kallaður „Litla New York“ af heimamönnum en nú eru verslunarrými tóm og hús að grotna niður. Shepard var vanur því að fara með peninga í bankann á hverjum mánudegi, oft töluverðar upphæðir, en hefur ekki farið í bankann í fjögur til fimm ár. Ástæðan er sú að enginn hefur verslað við hann allan þann tíma.Um 100 þúsund manns bjuggu í sýslunni árið 1950 en íbúar í dag eru tæplega 20 þúsund. Reiknað er með því að íbúum muni fækka um eitt prósent á ári næstu ár.Í spilaranum að ofan má sjá fréttaskýringu Guardian þar sem íbúar í sýslunni voru teknir tali í aðdraganda kosninganna. Það skýrir mögulega fyrir einhverjum ástæður þess að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna, eitthvað sem stór hluti Íslendinga klórar sér í hausnum yfir í dag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Á hverjum morgni í 65 ár hefur Ed Shepard, nú 93 ára, gengið til vinnu og opnað bensínþjónustustöð í Welch í McDowell sýslu í Vestur-Virginíu. Kjósendur í sýslunni voru upp til hópa yfirlýstir stuðningsmenn Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs en margir Íslendingar velta fyrir sér hvernig Trump fór að því að ná kjöri. Fjölmargir Íslendingar hafa numið í Bandaríkjunum og búið ytra. Stærstur hluti hefur búið í stórborgum, verið í háskóla og þekkir því aðallega til hámenntaðs fólks og þéttbýla. Þeirra samfélaga þar sem Hillary Clinton naut meiri stuðnings en Trump. Allt önnur staða eru uppi á teningnum í dreifbýlum og sveitum þar sem tækifæri til menntunar eru minni og fátækt sömuleiðis meiri.Nánari útskýringar á því hvernig Trump náði kjöri má lesa hér. Fréttateymi Guardian heimsótti McDowell sýslu sem hefur glímt við fátækt í lengri tíma, með það fyrir augum að fá svör við spurningunni hvers vegna íbúum sýslunnar líst svo vel á Donald Trump. Óhætt er að segja að bærinn Welch megi muna sinn fífil fegurri en á sínum tíma iðaði allt af lífi og rekstur fyrirtækja og verslana af ýmsum toga gekk afar vel. „Það er alveg sama hvað þig vantaði eða þurftir, það var hægt að kaupa allt í Welch,“ segir Shepard. Ótrúleg fullyrðing miðað við stöðu mála þar í dag.Litla New York Bærinn var kallaður „Litla New York“ af heimamönnum en nú eru verslunarrými tóm og hús að grotna niður. Shepard var vanur því að fara með peninga í bankann á hverjum mánudegi, oft töluverðar upphæðir, en hefur ekki farið í bankann í fjögur til fimm ár. Ástæðan er sú að enginn hefur verslað við hann allan þann tíma.Um 100 þúsund manns bjuggu í sýslunni árið 1950 en íbúar í dag eru tæplega 20 þúsund. Reiknað er með því að íbúum muni fækka um eitt prósent á ári næstu ár.Í spilaranum að ofan má sjá fréttaskýringu Guardian þar sem íbúar í sýslunni voru teknir tali í aðdraganda kosninganna. Það skýrir mögulega fyrir einhverjum ástæður þess að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna, eitthvað sem stór hluti Íslendinga klórar sér í hausnum yfir í dag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43