Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 10:14 Myndin er samsett. Vísir/Getty Allir helstu stjórnmálaskýrendur og veðbankar spáðu því að Hillary Clinton myndi bera sigur úr bítum í forsetakosningunum. Þvert á þessar spár er það þó Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. Heimsbyggðin veltir því nú fyrir sér hvernig hann fór að þessu en Trump hefur í raun sigrast á öllum þeim hindrunum sem taldar voru óyfirstíganlegar, allt frá því að hann tilkynnti að hann myndi bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana.BBC fór yfir fimm helstu ástæður þess að Donald Trump verður 45. forseti BandaríkjannaLof sé Jesú, eða hvað?Vísir/Getty1. Hvíta bylgjanHillary Clinton reiddi sig á stuðning kjósenda í hinum svokallaða eldvegg sínum sem myndaður var af sex óvissuríkjum sem áttu að tryggja henni sigur í kosningunum. Þessi ríki eru í miðvesturhluta Bandaríkjanna og undanfarin ár hafa þessi ríki stutt Demókrata, þökk sé svörtu og hvítu fólk í verkamannastéttinni. Þessir kjósendur, sérstaklega þeir hvítu, yfirgáfu Clinton og kusu Trump með yfirgnæfandi meirihluta. Fólk sem býr fyrir utan þéttbýli kusu Trump í massavís í ríkjum á borð við Wisconsin og Pennsylvaníu sem átti að vera örugg vígi Demókrata en gerðu það að verkum að Trump var kosinn þegar uppi var staðið. Þó ekki sé búið að telja öll atkvæði lítur allt út fyrir að Clinton hafi hlotið fleiri atkvæði en Trump en vegna þess hvernig kjörmannakerfi Bandaríkjanna er byggt upp þýddu stórsigrar hennar í New York og Kalifornía að atkvæði hennar nýttust verr en atkvæði Trump.Trump þótti ekki sannfærandi í kappræðunum sem virðist ekki hafa komið að sök.Vísir/Getty2. Teflon-Trump Trump gat leyft sér að láta höggin dynja á hverjum þeim sem vogaði sér að gagnrýna hann. Hann lét John McCain, stríðshetju og fyrrum forsetaframbjóðanda Repúblikana finna fyrir því. Fjölskylda hins fallna hermanns Humayun Khan fékk að finna fyrir því. Hann eyddi ekki miklum tíma í að biðjast afsökunar á því þegar fjöldi kvenna steig fram með ásakanir um kynferðisofbeldi af hálfu Trump. Hann stóð sig illa í þremur kappræðum og virkaði óundirbúinn þegar gengið var á hann með erfiðar spurningar. Ekkert af þessu virtist hafa teljandi áhrif en óhætt er að segja að venjulegur frambjóðandi í venjulegu árferði hefði orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna allra þeirra mála sem Trump var sakaður um. Alltaf tókst honum þó að koma til baka og hann virtist hreinlega skotheldur.Trump fór létt með forkosningarnar.Vísir/Getty3. UtangarðsmaðurinnHann bauð sig fram gegn Demókrötum og að mörgu leyti bauð hann sig fram gegn eigin flokki. Alltaf stóð hann uppi sem sigurvegari. Hann hakkaði í sig Jeb Bush, Marco Rubio, Ben Carson og fleiri sem buðu sig fram geg honum í forkosningunum. Hann sigrað Bush svo sannfærandi að framtíð hans í stjórnmálum í Bandaríkjunum er líklega úr sögunni. Hann tókst á við háttsetta Repúblikana á borð við Paul Ryan og John McCain sem afneituðu honum þegar upplýst var um verstu skandalana. Trump lét sér fátt um finna og þurfti ekki á þeirra hjálp að halda og mögulega er líklegt að þakka megi sigri hans að hluta til þessarar viðleitni til að hjóla í ráðandi öfl í Bandaríkjunum. Þannig tókst honum að varpa fram þeirri ímynd að hann væri óháður valdhöfum í Washington sem virðast ekki vera hátt skrifaður hjá kjósendum Trump. Þetta var að sumu leyti sama alda og fleytti Bernie Sanders áfram í forkosningum Bandaríkanna. Honum tókst að beisla virkni hennar af sama afli og Trump.James Comey, forstjóri FBI.Vísir/Getty4. Comey og FBIUm tveimur vikum fyrir kosningarnar voru sigurlíkur Clinton taldar vera í kringum 90 prósent. Þá varð bréf James Comey, forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, til Bandaríkjaþings gert opinbert þar sem kom fram að FBI hefði endurvakið rannsókn sína á tölvupóstmálum Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra vegna nýrra upplýsinga. Skömmu fyrir kosningarnar kom í ljós að ekkert nýtt væri að finna í honum nýju tölvupóstum en í millitíðinni jókst stuðningur við Trump mikið og skyndilega átti hann möguleika á ný. Líklegt er að á þessum tíma hafi Trump tekist að koma krafti í kosningabaráttu sína á nýjan leik og komið í veg fyrir að Clinton gæti siglt kosningunum heim í hlað á lokametrunum.5.Eigin eðlishvöt, eigin kosningabaráttaTrump rak óhefðbundna kosningabaráttu og gaf lítið fyrir það sem hingað til hefur verið talið mikilvægt. Hann eyddi pening í að kaupa hatta en þjónustu skoðanakannanafyrirtækja. Hann ferðaðist til Michigan og Wisconsin sem flestir töldu að hann ætti ekki möguleika á að vinna. Hann eyddi miklu púðri í að halda stórar kosningasamkomur í staðinn fyrir að ganga hús úr húsi. Clinton gerði allt þetta og eyddi mun meiri pening en Trump án árangurs. Trump og ráðgjafar hans hlustuðu ekki á sérfræðinga í þessum málum og það borgaði sig á endanum. Á meðan Demókratar velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis verður Trump upptekinn við að stýra Bandaríkjunum frá Hvíta húsinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Heimsóttu Carter og fagna með Hillary Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðinemi og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðinemi hittu Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á dögunum. 9. nóvember 2016 07:15 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Allir helstu stjórnmálaskýrendur og veðbankar spáðu því að Hillary Clinton myndi bera sigur úr bítum í forsetakosningunum. Þvert á þessar spár er það þó Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. Heimsbyggðin veltir því nú fyrir sér hvernig hann fór að þessu en Trump hefur í raun sigrast á öllum þeim hindrunum sem taldar voru óyfirstíganlegar, allt frá því að hann tilkynnti að hann myndi bjóða sig fram í forkosningum Repúblikana.BBC fór yfir fimm helstu ástæður þess að Donald Trump verður 45. forseti BandaríkjannaLof sé Jesú, eða hvað?Vísir/Getty1. Hvíta bylgjanHillary Clinton reiddi sig á stuðning kjósenda í hinum svokallaða eldvegg sínum sem myndaður var af sex óvissuríkjum sem áttu að tryggja henni sigur í kosningunum. Þessi ríki eru í miðvesturhluta Bandaríkjanna og undanfarin ár hafa þessi ríki stutt Demókrata, þökk sé svörtu og hvítu fólk í verkamannastéttinni. Þessir kjósendur, sérstaklega þeir hvítu, yfirgáfu Clinton og kusu Trump með yfirgnæfandi meirihluta. Fólk sem býr fyrir utan þéttbýli kusu Trump í massavís í ríkjum á borð við Wisconsin og Pennsylvaníu sem átti að vera örugg vígi Demókrata en gerðu það að verkum að Trump var kosinn þegar uppi var staðið. Þó ekki sé búið að telja öll atkvæði lítur allt út fyrir að Clinton hafi hlotið fleiri atkvæði en Trump en vegna þess hvernig kjörmannakerfi Bandaríkjanna er byggt upp þýddu stórsigrar hennar í New York og Kalifornía að atkvæði hennar nýttust verr en atkvæði Trump.Trump þótti ekki sannfærandi í kappræðunum sem virðist ekki hafa komið að sök.Vísir/Getty2. Teflon-Trump Trump gat leyft sér að láta höggin dynja á hverjum þeim sem vogaði sér að gagnrýna hann. Hann lét John McCain, stríðshetju og fyrrum forsetaframbjóðanda Repúblikana finna fyrir því. Fjölskylda hins fallna hermanns Humayun Khan fékk að finna fyrir því. Hann eyddi ekki miklum tíma í að biðjast afsökunar á því þegar fjöldi kvenna steig fram með ásakanir um kynferðisofbeldi af hálfu Trump. Hann stóð sig illa í þremur kappræðum og virkaði óundirbúinn þegar gengið var á hann með erfiðar spurningar. Ekkert af þessu virtist hafa teljandi áhrif en óhætt er að segja að venjulegur frambjóðandi í venjulegu árferði hefði orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna allra þeirra mála sem Trump var sakaður um. Alltaf tókst honum þó að koma til baka og hann virtist hreinlega skotheldur.Trump fór létt með forkosningarnar.Vísir/Getty3. UtangarðsmaðurinnHann bauð sig fram gegn Demókrötum og að mörgu leyti bauð hann sig fram gegn eigin flokki. Alltaf stóð hann uppi sem sigurvegari. Hann hakkaði í sig Jeb Bush, Marco Rubio, Ben Carson og fleiri sem buðu sig fram geg honum í forkosningunum. Hann sigrað Bush svo sannfærandi að framtíð hans í stjórnmálum í Bandaríkjunum er líklega úr sögunni. Hann tókst á við háttsetta Repúblikana á borð við Paul Ryan og John McCain sem afneituðu honum þegar upplýst var um verstu skandalana. Trump lét sér fátt um finna og þurfti ekki á þeirra hjálp að halda og mögulega er líklegt að þakka megi sigri hans að hluta til þessarar viðleitni til að hjóla í ráðandi öfl í Bandaríkjunum. Þannig tókst honum að varpa fram þeirri ímynd að hann væri óháður valdhöfum í Washington sem virðast ekki vera hátt skrifaður hjá kjósendum Trump. Þetta var að sumu leyti sama alda og fleytti Bernie Sanders áfram í forkosningum Bandaríkanna. Honum tókst að beisla virkni hennar af sama afli og Trump.James Comey, forstjóri FBI.Vísir/Getty4. Comey og FBIUm tveimur vikum fyrir kosningarnar voru sigurlíkur Clinton taldar vera í kringum 90 prósent. Þá varð bréf James Comey, forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, til Bandaríkjaþings gert opinbert þar sem kom fram að FBI hefði endurvakið rannsókn sína á tölvupóstmálum Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra vegna nýrra upplýsinga. Skömmu fyrir kosningarnar kom í ljós að ekkert nýtt væri að finna í honum nýju tölvupóstum en í millitíðinni jókst stuðningur við Trump mikið og skyndilega átti hann möguleika á ný. Líklegt er að á þessum tíma hafi Trump tekist að koma krafti í kosningabaráttu sína á nýjan leik og komið í veg fyrir að Clinton gæti siglt kosningunum heim í hlað á lokametrunum.5.Eigin eðlishvöt, eigin kosningabaráttaTrump rak óhefðbundna kosningabaráttu og gaf lítið fyrir það sem hingað til hefur verið talið mikilvægt. Hann eyddi pening í að kaupa hatta en þjónustu skoðanakannanafyrirtækja. Hann ferðaðist til Michigan og Wisconsin sem flestir töldu að hann ætti ekki möguleika á að vinna. Hann eyddi miklu púðri í að halda stórar kosningasamkomur í staðinn fyrir að ganga hús úr húsi. Clinton gerði allt þetta og eyddi mun meiri pening en Trump án árangurs. Trump og ráðgjafar hans hlustuðu ekki á sérfræðinga í þessum málum og það borgaði sig á endanum. Á meðan Demókratar velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis verður Trump upptekinn við að stýra Bandaríkjunum frá Hvíta húsinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Heimsóttu Carter og fagna með Hillary Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðinemi og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðinemi hittu Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á dögunum. 9. nóvember 2016 07:15 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Heimsóttu Carter og fagna með Hillary Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðinemi og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðinemi hittu Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á dögunum. 9. nóvember 2016 07:15
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03