„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 15:24 Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú klukkan 15.30 vísir/getty 16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira