Erlent

Raoul Wallenberg loks lýstur látinn í Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Raoul Wallenberg er af flestum, meðal annars fjölskyldu hans, talinn hafa látið lífið í sovésku fangelsi 1947.
Raoul Wallenberg er af flestum, meðal annars fjölskyldu hans, talinn hafa látið lífið í sovésku fangelsi 1947. Vísir/Getty
Sænsk skattayfirvöld hafa loks lýst sænska embættismanninn Raoul Wallenberg látinn. Ákvörðun yfirvalda kemur í kjölfar umsóknar aðila sem hefur lögmætra hagsmuna af því að hann sé lýstur látinn.

Wallenberg fæddist 4. ágúst 1912 og var embættismaður í sænsku utanríkisþjónustunni í ungversku höfuðborginni Búdapest á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Hann er þekktastur fyrir að hafa bjargað fjölda gyðinga í Ungverjalandi frá því að vera sendur í útrýmingarbúðir nasista.

Sovéski herinn tók Wallenberg höndum í lok stríðsins og hefur ekkert spurst til hans síðan. Hann er af flestum, meðal annars fjölskyldu hans, talinn hafa látið lífið í sovésku fangelsi 1947.

Skattayfirvöld auglýstu í sumar eftir því að Wallenberg myndi gefa sig fram. Í frétt SVT segir að þar sem engar nýjar upplýsingar hafi komið fram er hann nú talinn hafa látist 31. júlí 1952.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×