Innlent

Sigmundur Davíð neitaði að tjá sig um fyrstu tölur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigmundur Davíð vildi ekki ræða við fréttamenn eftir fyrstu tölur.
Sigmundur Davíð vildi ekki ræða við fréttamenn eftir fyrstu tölur. visir/anton brink
Framsóknarflokkurinn mælist með um 14 prósent í norðausturkjördæmi eftir fyrstu tölur. Um afar mikið tap er að ræða frá því í kosningunum árið 2013 þegar flokkurinn var ótvíræður sigurvegari í kjördæminu með tæplega 35 prósent atkvæða.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu líkt og árið 2013. Mikið hefur gengið á hjá forsætisráðherranum fyrrverandi undanfarin misseri en nú stefnir í að flokkurinn fái um 20 prósentum minna fylgi en árið 2013.

Fréttamaður Vísis, Sveinn Arnarson, er staddur á kosningavöku Framsóknar norðan heiða. Hann óskaði eftir viðbrögðum við fyrstu tölum ásamt öðrum fulltrúa fjölmiðla á staðnum en Sigmundur vildi ekki tjá sig um tölurnar.

Miðað við fyrstu tölur fær Framsókn einn mann í kjördæminu á þing, Sigmund Davíð.

Uppfært klukkan 23:35

Framsóknar hækkar í 15,2 prósent eftir aðrar tölur og er flokkurinn kominn með annan þingmann, Þórunni Egilsdóttur.

Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis.

Að neðan má sjá tölur úr norðausturkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×