Erlent

Bein útsending: Aðrar kappræður forsetaframbjóðendanna

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, og Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, munu mætast í kappræðum sem munu fara fram í Washington-háskóla í kvöld. Kappræðurnar hefjast klukkan níu að staðartíma, eða klukkan 01:00 hér á landi.

Þetta er í annað sinn sem Clinton og Trump takast á í kappræðum en fyrstu kappræðurnar fóru fram í New York fylki þann 26. september síðastliðinn.

Útsendingu NBC má sjá í spilaranum hér að ofan en hún hefst sem fyrr segir klukkan 01:00.  Ef spilarinn bregst má sjá útsendinguna með því að smella hér.

Hér að neðan má hins vegar sjá útsendingu Washington Post sem tekur forskot á sæluna. Útsending þeirra hefst á miðnætti.



Kappræður Clinton og Trump munu alls verða þrjár talsins auk kappræðna varaforsetaefna þeirra sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag.

Kappræðurnar í kvöld munu verða frábrugðnar fyrstu kappræðunum að því leyti að helmingur spurninganna, sem varpað er til frambjóðendanna, kemur frá beint frá borgurum.

Trump var með athyglisverðan blaðamannafund fyrir valda aðila um tveimur tímum fyrir kappræðurnar í kvöld. Þangað mættu fjórar konur sem bera Hillary Clinton og eiginmanni hennar Bill ekki vel söguna.

Fjölmiðlar vestanhafs spá líflegum kappræðum enda hefur Trump verið sérstaklega mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna lítillækkandi ummæla hans um konur sem náðust á myndband. Myndbandið hefur vakið upp harkaleg viðbrögð og hafa ýmis fyrirmenni úr Repúblikanaflokknum dregið til baka stuðning sinn við Trump.

Clinton var talin bera sigurorð af Trump í síðustu kappræðum en ljóst er að hann mun eiga á brattann að sækja í kvöld vegna myndbandsins. 

Fylgjast má með því sem íslenskir tístarar hafa um kappræðurnar að segja hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×