Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. október 2016 06:00 Lögreglumönnum hefur fækkað mjög á landinu öllu frá árinu 2007. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað og sprenging orðið í fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að álagið hafi aukist mjög og lögreglumenn finni fyrir því. „Við horfum á brottfall úr stéttinni því álagið bara eykst og eykst,“ segir Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður. Í hans deild eiga að starfa átta manns en að undanförnu hafa þeir verið fjórir.Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður.vísir/gvaÍ svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, kemur fram að starfandi lögreglumenn og afleysingamenn nú eru 642. Árið 2007 voru þeir tæplega hundrað fleiri. Fæstir voru starfandi lögreglumenn árið 2014 eða 622. Á tímabilinu hefur lögreglumönnum fækkað í öllum umdæmum nema á Vestur- og Suðurlandi. Þar hefur þeim fjölgað um þrjá. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið hefur þrefaldast. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en talan er nú 1,9.Sjá einnig:Lögreglustarfið mannskemmandi: Öll mál sem varða börn rista djúpt „Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum,“ segir Jökull. Hann segir að allt í kringum sig sjái hann áhrif þess hve fáir standa eftir. „Álagsveikindi hafa aukist og aðrir hreinlega brenna út. Fólk afkastar ekki eins miklu í þessari stöðu.“ Hann tekur dæmi um að tveir ungir og frambærilegir lögreglumenn hafi hætt á dögunum til að hefja störf á bílaleigu. „Að undanförnu hefur borið á því að yngra fólkið fer, því lífsgæði snúast ekki um meiri yfirvinnu. Lífsgæði snúast um það að verja tíma með sínum nánustu og sinna áhugamálum, helst óþreyttur,“ segir Jökull. „Veikindi hafa verið að aukast, bæði skammtíma- og langtímaveikindi, en við eigum ekki tölur um það,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Það er einnig staðreynd að lögreglumenn hafa verið að segja upp í auknum mæli sökum ástandsins.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30 Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Sjá meira
Lögreglumönnum hefur fækkað mjög á landinu öllu frá árinu 2007. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað og sprenging orðið í fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að álagið hafi aukist mjög og lögreglumenn finni fyrir því. „Við horfum á brottfall úr stéttinni því álagið bara eykst og eykst,“ segir Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður. Í hans deild eiga að starfa átta manns en að undanförnu hafa þeir verið fjórir.Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður.vísir/gvaÍ svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, kemur fram að starfandi lögreglumenn og afleysingamenn nú eru 642. Árið 2007 voru þeir tæplega hundrað fleiri. Fæstir voru starfandi lögreglumenn árið 2014 eða 622. Á tímabilinu hefur lögreglumönnum fækkað í öllum umdæmum nema á Vestur- og Suðurlandi. Þar hefur þeim fjölgað um þrjá. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið hefur þrefaldast. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en talan er nú 1,9.Sjá einnig:Lögreglustarfið mannskemmandi: Öll mál sem varða börn rista djúpt „Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum,“ segir Jökull. Hann segir að allt í kringum sig sjái hann áhrif þess hve fáir standa eftir. „Álagsveikindi hafa aukist og aðrir hreinlega brenna út. Fólk afkastar ekki eins miklu í þessari stöðu.“ Hann tekur dæmi um að tveir ungir og frambærilegir lögreglumenn hafi hætt á dögunum til að hefja störf á bílaleigu. „Að undanförnu hefur borið á því að yngra fólkið fer, því lífsgæði snúast ekki um meiri yfirvinnu. Lífsgæði snúast um það að verja tíma með sínum nánustu og sinna áhugamálum, helst óþreyttur,“ segir Jökull. „Veikindi hafa verið að aukast, bæði skammtíma- og langtímaveikindi, en við eigum ekki tölur um það,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Það er einnig staðreynd að lögreglumenn hafa verið að segja upp í auknum mæli sökum ástandsins.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30 Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Sjá meira
Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30
Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05
Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15