Erlent

Búið að frelsa 21 af nígerísku skólastúlkunum

Atli Ísleifsson skrifar
Liðsmenn Boko Haram birtu myndband í ágúst síðastliðinn með myndum af hópi stúlkna sem þeir sögðu vera hluti þeirra sem var rænt í Chibok árið 2014.
Liðsmenn Boko Haram birtu myndband í ágúst síðastliðinn með myndum af hópi stúlkna sem þeir sögðu vera hluti þeirra sem var rænt í Chibok árið 2014. Vísir/AFP
Talsmaður nígerískra stjórnvalda segir að búið sé að frelsa 21 af skólastúlkunum sem var rænt í bænum Chibok árið 2014.

Í frétt BBC kemur fram að talið sé að þær séu nú í umsjá nígerískra öryggissveita í bænum Maiduguri í norðausturhluta landsins.

Ekki liggur fyrir hvernig þær sluppu úr prísundinni.

Hryðjuverkahópurinn Boko Haram rændi rúmlega 250 stúlkum úr skóla í bænum Chibok í apríl 2014, en árásin vakti heimsathygli og var fordæmd víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×