Innlent

Framsókn missir tvo þingmenn í norðausturkjördæmi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Könnunin byggir á könnunum sem fréttastofa hefur gert á undanförnum vikum.
Könnunin byggir á könnunum sem fréttastofa hefur gert á undanförnum vikum. Vísir/Skjáskot
Framsóknarflokkurinn missir tvo þingmenn í norðausturkjördæmi samkvæmt nýjustu könnun fréttastofu. Könnunin byggir á könnunum sem fréttastofa hefur gert á undanförnum vikum. Þar mælist Framsóknarflokkurinn með 19,7%. Í alþingiskosningum árið 2013 hlaut flokkurinn 34,6% atkvæða í kjördæminu og fjóra þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,9% fylgi og fengi samkvæmt því 3 þingmenn kjörna í kjördæminu. Það er aukning frá kosningunum 2013 þegar flokkurinn hlaut 22,6% atkvæða og tvo þingmenn.

Samfylkingin mælist með 5,3% fylgi í kjördæminu og fengi samkvæmt því engan þingmann kjörinn inn á þing. Flokkurinn hlaut hins vegar 10,5% atkvæða árið 2013 og náði einum manni inn á þing.

Vinstri græn mælast með 14,4% og er það svipað og árið 2013 þegar flokkurinn hlaut 15,8% atkvæða í norðausturkjördæmi. Flokkurinn fengi nú, líkt og árið 2013, tvo þingmenn kjörna. 

Þá mælist Björt framtíð með 5,9% fylgi og fengi samkvæmt því einn þingmann kjörinn inn á þing líkt og árið 2013 þegar þau hlutu 6,5% atkvæða.

Píratar mælast með 17,5% fylgi og fengi tvo menn kjörna inn á þing. Er það töluverð aukning frá árinu 2013 þegar flokkurinn hlaut 3% atkvæða og fékk engan mann kjörinn inn á þing.

Viðreisn mælist með 4,2% og fengi samkvæmt því ekki þingmann kjörinn. Aðrir flokkar mælast með samtals 6,2 prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×