Smalling: Þetta er hinn eini sanni leikur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 06:00 Chris Smalling verður væntanlega í vörn Manchester United gegn Liverpool annað kvöld. Vísir/Getty Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira