Zlatan: Varð sannfærður þegar "Sá sérstaki“ hringdi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 18:30 Zlatan gat ekki sagt nei við Mourinho. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við Manchester United í sumar frá PSG. En hann hefði getað endað á Old Trafford ári fyrr. Zlatan og Mourinho eru miklir mátar síðan „Sá sérstaki“, eins og Mourinho er stundum kallaður, var knattspyrnustjóri Zlatans hjá Inter. Í viðtali við Mirror segir Zlatan að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í fyrrasumar þegar Louis Van Gall stjórnaði liðinu. „Það var rætt um það að ég færi til United í fyrra, það er rétt. En ég trúði ekki á verkefnið, það var ekki réttur tímapunktur þá,“ sagði Zlatan en sagði að önnur staða hefði komið upp þegar Mourinho var orðinn knattspyrnustjóri Manchester United. „Þeir fengu „Þann sérstaka“ og þegar hann hringir og byrjar að tala við þig þá verður þú sannfærður. Hann þurfti ekki að tala lengi til þess að sannfæra mig. Það var nóg fyrir hann að hringja og segja að hann biði eftir mér í Manchester og ég var á lagður af stað,“ bætti Zlatan við. Þeir félagar Zlatan og Mourinho þekkja hvorn annan vel eftir þau tvö ár sem þeir voru saman hjá Inter. Inter varð meistari bæði árin. „Ég veit hvað hann vill, hvaða kröfur hann setur. Hann er sigurvegari og ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara líka. Ég myndi gera hvað sem er til þess að vinna og hann hugsar eins. Því meiri tíma sem við eyðum saman, því meiri tíma sem við æfum saman því betri verðum við,“ sagði Zlatan kokhraustur að vanda. Zlatan hefur byrjað ágætlega hjá United á leiktíðinni og skorað fjögur deildarmörk í sjö leikjum. „Ég trúi því að vinna skili sér, þú leggur hart að þér og færð borgað. Ef maður leggur ekkert á sig þá fær maður ekkert til baka. Ég held að 50% af þessari íþrótt sé í hausnum á þér, hugarfarið. Ef maður undirbýr sig andlega þá verður allt auðveldara.“ Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við Manchester United í sumar frá PSG. En hann hefði getað endað á Old Trafford ári fyrr. Zlatan og Mourinho eru miklir mátar síðan „Sá sérstaki“, eins og Mourinho er stundum kallaður, var knattspyrnustjóri Zlatans hjá Inter. Í viðtali við Mirror segir Zlatan að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í fyrrasumar þegar Louis Van Gall stjórnaði liðinu. „Það var rætt um það að ég færi til United í fyrra, það er rétt. En ég trúði ekki á verkefnið, það var ekki réttur tímapunktur þá,“ sagði Zlatan en sagði að önnur staða hefði komið upp þegar Mourinho var orðinn knattspyrnustjóri Manchester United. „Þeir fengu „Þann sérstaka“ og þegar hann hringir og byrjar að tala við þig þá verður þú sannfærður. Hann þurfti ekki að tala lengi til þess að sannfæra mig. Það var nóg fyrir hann að hringja og segja að hann biði eftir mér í Manchester og ég var á lagður af stað,“ bætti Zlatan við. Þeir félagar Zlatan og Mourinho þekkja hvorn annan vel eftir þau tvö ár sem þeir voru saman hjá Inter. Inter varð meistari bæði árin. „Ég veit hvað hann vill, hvaða kröfur hann setur. Hann er sigurvegari og ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara líka. Ég myndi gera hvað sem er til þess að vinna og hann hugsar eins. Því meiri tíma sem við eyðum saman, því meiri tíma sem við æfum saman því betri verðum við,“ sagði Zlatan kokhraustur að vanda. Zlatan hefur byrjað ágætlega hjá United á leiktíðinni og skorað fjögur deildarmörk í sjö leikjum. „Ég trúi því að vinna skili sér, þú leggur hart að þér og færð borgað. Ef maður leggur ekkert á sig þá fær maður ekkert til baka. Ég held að 50% af þessari íþrótt sé í hausnum á þér, hugarfarið. Ef maður undirbýr sig andlega þá verður allt auðveldara.“
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira