Erlent

Melania Trump kemur eiginmanni sínum til varnar

Atli Ísleifsson skrifar
Melania Trump.
Melania Trump. Vísir/AFP
Melania Trump, eiginkona forsetaframbjóðandans Donald Trump, hefur komið eiginmanni sínum til varnar vegna myndbandsins sem var birt í fyrr í mánuðinum þar sem sjá mátti Trump láta klúr ummæli falla um konur.

Melania var í viðtali á CNN fyrr í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem hún ræðir myndbandið.

Segir hún ummælin vera óásættanleg, en að þau gæfu ekki rétta mynd af þeim Donald Trump sem hún þekkti.

Í viðtalinu segir Melania að Donald hafi gerst sekur um „strákatal“ og að þáttastjórnandinn Billy Bush hafi ýtt undir svona tal. Bush væri því í raun helstu sökudólgurinn í þessu máli.

Á myndbandinu mátti heyra Trump segja við Bush að hann gæti „gert hvað sem er“ við konur þar sem hann væri stjarna. Auk þess stærir hann sig af tilraunum sínum að áreita og kyssa konur.

Fjölmargir kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins hafa snúið baki við Trump í kjölfar birtingu myndbandsins, sem var tekið upp árið 2005. Þá hefur fjöldi kvenna greint frá því að Trump hafi áreitt þær kynferðislega. Trump hefur hafnað þeim ásökunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×