Enski boltinn

Segir engar líkur á því að Rooney verði sviptur fyrirliðabandinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rooney er á bekknum þriðja leikinn í röð gegn Stoke í dag.
Rooney er á bekknum þriðja leikinn í röð gegn Stoke í dag. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að verða sviptur fyrirliðabandinu hjá félaginu.

Hinn þrítugi Rooney hefur byrjað á varamannabekknum í síðustu tveimur leikjum félagsins sem hafa báðir unnist en hann byrjar sömuleiðis á bekknum gegn Stoke í dag:

Sjá einnig:Í beinni: Man. Utd - Stoke | Heldur United áfram að vinna?

Hafa stuðningsmenn Manchester United verið duglegir að gagnrýna Rooney á þessu tímabili og kallað eftir því að hann verði færður á bekkinn en Mourinho segir að hann muni halda fyrirliðabandinu.

„Hann verður fyrirliðinn áfram, sama hvert framhaldið verður. Hann er leiðtogi liðsins bæði innan sem utan vallar. Hann nýtur mikillar virðingar frá leikmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði Mourinho og hélt áfram:

„Hann talar við leikmennina og hvetur þá áfram, það hefur engin breyting orðið frá því á síðustu vikum þótt hann hafi dottið úr liðinu í síðustu leikjum. Hann elskar félagið og vill vinna leiki og ég er viss um að hann muni vera upp á sitt besta fyrir okkur í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×