Hannes: Kvaldist af stressi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2016 13:15 Hannes Þór á æfingu með markvörðunum í Egilshöll í morgun. vísir/ernir Hannes Þór Halldórsson gat ekki staðið vaktina í marki íslenska landsliðsins í fótbolta í gærkvöldi þegar það vann magnaðan endurkomusigur, 3-2, í undankeppni HM 2018. Hannes sagði við Vísi eftir leikinn í gær að hann ætlaði sér að spila á sunnudaginn og það hafði ekkert breyst þegar blaðamaður hitti hann á landsliðsæfingu í morgun. „Ég stend við það,“ sagði Hannes Þór, en Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í fjarveru Hannesar í gærkvöldi. En hvað amar að Hannesi? „Ég fékk alvöru högg á lærið á sunnudaginn þegar ég spilaði á móti Bröndby. Það var minn eigin varnarmaður sem kom með fullorðins skriðtæklingu inn í lærið á mér. Það blæddi inn á vöðvann og mikil eymsli verið í lærinu.“ „Það tekur tíma að jafna sig á þessu. Ég var í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Finnlandi. Ég var stanslaust í meðhöndlun en eftir mikil fundarhöld með læknateyminu var úrskurðað ég gæti ekki spilað gegn Finnlandi en á móti kemur að ég verð algjörlega ferskur á sunnudaginn gegn Tyrklandi,“ sagði Hannes.Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að sitja á tréverkinu og fylgjast með félögum sínum reyna að sækja stig á síðustu mínútum leiksins. Það tókst heldur betur í gær með tveimur mörkum á ögurstundu. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að það væri ekki hægt að upplifa jafnsterka sigurvímu ef maður spilaði ekki leikinn. En síðan lá maður þarna í óþægindakuðung og kvaldist af stressi. Ég var miklu stressaðari en þegar ég spila leikina sjálfur,“ sagði Hannes. „Þegar þessir drengir náðu að snúa þessu við sprakk út sigurvíma og ég réð mér ekki fyrir kæti. Þetta var alveg magnað. Auðvitað vill maður alltaf spila en þetta var öðruvísi upplifun og fór eins og best verður á kosið.“ „Það gerist ekkert oft að lið nái að snúa við leik í uppbótartíma og vinna hann. Það gerist kannski í eitt skipti af hverjum 500 en þarna datt þetta með okkur. Það var gaman að upplifa þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45 Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson gat ekki staðið vaktina í marki íslenska landsliðsins í fótbolta í gærkvöldi þegar það vann magnaðan endurkomusigur, 3-2, í undankeppni HM 2018. Hannes sagði við Vísi eftir leikinn í gær að hann ætlaði sér að spila á sunnudaginn og það hafði ekkert breyst þegar blaðamaður hitti hann á landsliðsæfingu í morgun. „Ég stend við það,“ sagði Hannes Þór, en Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í fjarveru Hannesar í gærkvöldi. En hvað amar að Hannesi? „Ég fékk alvöru högg á lærið á sunnudaginn þegar ég spilaði á móti Bröndby. Það var minn eigin varnarmaður sem kom með fullorðins skriðtæklingu inn í lærið á mér. Það blæddi inn á vöðvann og mikil eymsli verið í lærinu.“ „Það tekur tíma að jafna sig á þessu. Ég var í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Finnlandi. Ég var stanslaust í meðhöndlun en eftir mikil fundarhöld með læknateyminu var úrskurðað ég gæti ekki spilað gegn Finnlandi en á móti kemur að ég verð algjörlega ferskur á sunnudaginn gegn Tyrklandi,“ sagði Hannes.Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að sitja á tréverkinu og fylgjast með félögum sínum reyna að sækja stig á síðustu mínútum leiksins. Það tókst heldur betur í gær með tveimur mörkum á ögurstundu. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að það væri ekki hægt að upplifa jafnsterka sigurvímu ef maður spilaði ekki leikinn. En síðan lá maður þarna í óþægindakuðung og kvaldist af stressi. Ég var miklu stressaðari en þegar ég spila leikina sjálfur,“ sagði Hannes. „Þegar þessir drengir náðu að snúa þessu við sprakk út sigurvíma og ég réð mér ekki fyrir kæti. Þetta var alveg magnað. Auðvitað vill maður alltaf spila en þetta var öðruvísi upplifun og fór eins og best verður á kosið.“ „Það gerist ekkert oft að lið nái að snúa við leik í uppbótartíma og vinna hann. Það gerist kannski í eitt skipti af hverjum 500 en þarna datt þetta með okkur. Það var gaman að upplifa þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45 Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00 Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47 Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Heimir um umdeilda markið: „Mér er alveg sama hvort hann var inni eða ekki“ Landsliðsþjálfarinn búinn að horfa á fyrri hálfleikinn aftur en fór svo að sofa. 7. október 2016 12:45
Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið Norskir fjölmiðlar settu sig í samband við dómara leiks Íslands og Finnlands í gær. 7. október 2016 11:00
Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum. 7. október 2016 08:47
Þýsk rokksveit gerir víkingaklappið að lagi Ef víkingaklappið var ekki orðið ódauðlegt nú þegar þá er það orðið ódauðlegt núna því þýsk hljómsveit er búin að breyta klappinu í lag. 7. október 2016 12:28