Fótbolti

Norski dómarinn má ekki tjá sig um markið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Finnar voru afar ósáttir með að mark Ragnars fengi að standa.
Finnar voru afar ósáttir með að mark Ragnars fengi að standa. vísir/anton
Svein Oddvar Moen, dómarinn sem dæmdi leik Íslands og Finnlands í gær, má ekki tjá sig um dómgæsluna í leiknum samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Evrópu.Þetta sagði hann við fyrirspurnum norskra fjölmiðla sem vildu fá viðbrögð hans við umdeildu sigurmarki Íslands í leiknum á Laugardalsvelli í gær.Sjá einnig: Hér er sigurmark Íslands í endursýninguRagnar Sigurðsson er skráður fyrir sigurmarki Íslands samkvæmt heimasíðu UEFA en gera má ráð fyrir að það sé samkvæmt skýrslu norska dómarans úr leiknum.Finnar voru sótillir út í dómarann í gær og Lukas Hradecky, markvörður finnska landsliðsns, fullyrti eftir leik í gær að boltinn hefði aldrei farið yfir línuna.„Dómarinn skeit á sig. Boltinn fór aldrei yfir línuna. Vonandi gerir UEFA eða FIFA eitthvað í þessu,“ sagði markvörðurinn við finnska fjölmiðla í gær.Sjá einnig: Lukas Hradecky: Fjárans skandall„Við börðumst í 90 mínútur. Svo koma dómararnir og eyðileggja allt saman. Hvernig er hægt að dæma að boltinn sé inni þegar þeir sjá aldrei að boltinn sé í markinu. Þetta er fullkomnlega óréttlátt.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.