11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2016 14:45 Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. Vísir/Getty Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári. Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Sjá meira
Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári.
Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Sjá meira
15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00