Erlent

Trans leikkonan Alexis Arquette látin

Samúel Karl Ólason skrifar
Alexis Arquette.
Alexis Arquette. Vísir/GETTY
Transleikkonan Alexis Arquette lést í gær. Í tilkynningu frá Arquette fjölskyldunni er ekki gefið upp af hverju hún dó, en fram kemur að hún hafi látist í faðmi fjölskyldunnar og umkringd af ást. Hún var 47 ára gömul.

Hún var systir leikarans David og Rosönnu, Richmond og Patriciu Arquette sem öll starfa sem leikkonar. Hún lék í kvikmyndum eins og Last Exit to Brooklyn, Pulp Fiction, Jumpin' at the Boneyard, Of Mice and Men, The Wedding Singer og Bride of Chucky.

Í tilkynningu fjölskyldunnar segir að ferill Alexis, sem fæddist Robert Arquette, hafi beðið hnekki þegar hún ákvað að skipta um kyn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×