Leiðtogar ESB staðráðnir í að herða landamæraeftirlit Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2016 11:27 Bretar fá enga undanþágu frá frjálsu flæði verkafólks vilji þeir fá frjálsan aðgang að innri markaði ESB. Vísir/EPA Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins samþykktu leiðarvísi fyrir sambandið í nokkrum mikilvægum málum á óformlegum leiðtogafundi sínum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Samkomulagið nær meðal annars til stefnu bandalagsins varðandi flóttamenn og gæslu á landamærum ríkja Evrópusambandsins. Sett verður á laggirnar Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins fyrir lok þessa árs. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir að leiðtogarnir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir stjórnlaust flæði flóttamanna til bandalagsins eins og gerst hafi á síðasta ári. Bandalagsríkin leggi áherslu á fullkomna stjórn ríkjanna á landamærum bandalagsins og horfið verði alfarið til regla Schengen-samkomulagsins. Þá sé Evrópusambandið staðráðið í að halda áfram nánu samstarfi við Tyrki og ríkin á Balkanskaga, það er Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Grikkland. Auk þess ætli Evrópusambandið að efla samstarf við Afríkuríki í flóttamannamálum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var einnig rædd á leiðtogafundinum. Tusk segir að aðildarríkin 27 sem eftir verði muni einungis horfa til hagsmuna þeirra ríkja en ekki hagsmuna útgönguríkisins þegar samið verði við Breta. Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að einstök atriði í vegvísi leiðtoganna verði ljós á næstu mánuðum. Sambandið sé reiðubúið til viðræðna við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu nú þegar. Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir hins vegar að bresk stjórnvöld verði tilbúin til að hefja viðræður í janúar eða febrúar. Junker segir sambandið ekki fara í neina leiki með forsætisráðherrum sem annað hvort vilji vera eða fara úr Evrópusambandinu. Hann geti ekki séð að neinar undantekningar verði gerðar um frjálst flæði íbúa Evrópusambandins við ríki sem ætlist til að fá frjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins. En talsmenn útgöngu Breta hafa lagt höfuðáherslu á fullkomna stjórn landamæra Bretlands en einnig að samið verði um frjálsan aðgang Breta að innri markaði sambandsins. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins samþykktu leiðarvísi fyrir sambandið í nokkrum mikilvægum málum á óformlegum leiðtogafundi sínum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Samkomulagið nær meðal annars til stefnu bandalagsins varðandi flóttamenn og gæslu á landamærum ríkja Evrópusambandsins. Sett verður á laggirnar Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins fyrir lok þessa árs. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir að leiðtogarnir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir stjórnlaust flæði flóttamanna til bandalagsins eins og gerst hafi á síðasta ári. Bandalagsríkin leggi áherslu á fullkomna stjórn ríkjanna á landamærum bandalagsins og horfið verði alfarið til regla Schengen-samkomulagsins. Þá sé Evrópusambandið staðráðið í að halda áfram nánu samstarfi við Tyrki og ríkin á Balkanskaga, það er Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Grikkland. Auk þess ætli Evrópusambandið að efla samstarf við Afríkuríki í flóttamannamálum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var einnig rædd á leiðtogafundinum. Tusk segir að aðildarríkin 27 sem eftir verði muni einungis horfa til hagsmuna þeirra ríkja en ekki hagsmuna útgönguríkisins þegar samið verði við Breta. Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að einstök atriði í vegvísi leiðtoganna verði ljós á næstu mánuðum. Sambandið sé reiðubúið til viðræðna við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu nú þegar. Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir hins vegar að bresk stjórnvöld verði tilbúin til að hefja viðræður í janúar eða febrúar. Junker segir sambandið ekki fara í neina leiki með forsætisráðherrum sem annað hvort vilji vera eða fara úr Evrópusambandinu. Hann geti ekki séð að neinar undantekningar verði gerðar um frjálst flæði íbúa Evrópusambandins við ríki sem ætlist til að fá frjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins. En talsmenn útgöngu Breta hafa lagt höfuðáherslu á fullkomna stjórn landamæra Bretlands en einnig að samið verði um frjálsan aðgang Breta að innri markaði sambandsins.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira