Leiðtogar ESB staðráðnir í að herða landamæraeftirlit Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2016 11:27 Bretar fá enga undanþágu frá frjálsu flæði verkafólks vilji þeir fá frjálsan aðgang að innri markaði ESB. Vísir/EPA Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins samþykktu leiðarvísi fyrir sambandið í nokkrum mikilvægum málum á óformlegum leiðtogafundi sínum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Samkomulagið nær meðal annars til stefnu bandalagsins varðandi flóttamenn og gæslu á landamærum ríkja Evrópusambandsins. Sett verður á laggirnar Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins fyrir lok þessa árs. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir að leiðtogarnir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir stjórnlaust flæði flóttamanna til bandalagsins eins og gerst hafi á síðasta ári. Bandalagsríkin leggi áherslu á fullkomna stjórn ríkjanna á landamærum bandalagsins og horfið verði alfarið til regla Schengen-samkomulagsins. Þá sé Evrópusambandið staðráðið í að halda áfram nánu samstarfi við Tyrki og ríkin á Balkanskaga, það er Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Grikkland. Auk þess ætli Evrópusambandið að efla samstarf við Afríkuríki í flóttamannamálum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var einnig rædd á leiðtogafundinum. Tusk segir að aðildarríkin 27 sem eftir verði muni einungis horfa til hagsmuna þeirra ríkja en ekki hagsmuna útgönguríkisins þegar samið verði við Breta. Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að einstök atriði í vegvísi leiðtoganna verði ljós á næstu mánuðum. Sambandið sé reiðubúið til viðræðna við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu nú þegar. Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir hins vegar að bresk stjórnvöld verði tilbúin til að hefja viðræður í janúar eða febrúar. Junker segir sambandið ekki fara í neina leiki með forsætisráðherrum sem annað hvort vilji vera eða fara úr Evrópusambandinu. Hann geti ekki séð að neinar undantekningar verði gerðar um frjálst flæði íbúa Evrópusambandins við ríki sem ætlist til að fá frjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins. En talsmenn útgöngu Breta hafa lagt höfuðáherslu á fullkomna stjórn landamæra Bretlands en einnig að samið verði um frjálsan aðgang Breta að innri markaði sambandsins. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins samþykktu leiðarvísi fyrir sambandið í nokkrum mikilvægum málum á óformlegum leiðtogafundi sínum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Samkomulagið nær meðal annars til stefnu bandalagsins varðandi flóttamenn og gæslu á landamærum ríkja Evrópusambandsins. Sett verður á laggirnar Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins fyrir lok þessa árs. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir að leiðtogarnir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir stjórnlaust flæði flóttamanna til bandalagsins eins og gerst hafi á síðasta ári. Bandalagsríkin leggi áherslu á fullkomna stjórn ríkjanna á landamærum bandalagsins og horfið verði alfarið til regla Schengen-samkomulagsins. Þá sé Evrópusambandið staðráðið í að halda áfram nánu samstarfi við Tyrki og ríkin á Balkanskaga, það er Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Grikkland. Auk þess ætli Evrópusambandið að efla samstarf við Afríkuríki í flóttamannamálum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var einnig rædd á leiðtogafundinum. Tusk segir að aðildarríkin 27 sem eftir verði muni einungis horfa til hagsmuna þeirra ríkja en ekki hagsmuna útgönguríkisins þegar samið verði við Breta. Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að einstök atriði í vegvísi leiðtoganna verði ljós á næstu mánuðum. Sambandið sé reiðubúið til viðræðna við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu nú þegar. Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir hins vegar að bresk stjórnvöld verði tilbúin til að hefja viðræður í janúar eða febrúar. Junker segir sambandið ekki fara í neina leiki með forsætisráðherrum sem annað hvort vilji vera eða fara úr Evrópusambandinu. Hann geti ekki séð að neinar undantekningar verði gerðar um frjálst flæði íbúa Evrópusambandins við ríki sem ætlist til að fá frjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins. En talsmenn útgöngu Breta hafa lagt höfuðáherslu á fullkomna stjórn landamæra Bretlands en einnig að samið verði um frjálsan aðgang Breta að innri markaði sambandsins.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira