Páll Matthíasson: „Landspítalinn brást þessari fjölskyldu“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2016 22:53 Forstjóri Landspítalans segir Landspítalann harma fráfall Nóa Hrafns og taka ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans. „Landspítali harmar fráfall Nóa Hrafns og tekur ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Í Kastljósi í vikunni fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. Páll segir þessa umfjöllun Kastljóssins hafa látið engan sem á horfði ósnortinn. „Enda sorg foreldra barnsins sem lést og annarra ástvina átakanleg,“ segir Páll í pistlinum. Hann segir ítarlega rótargreiningu hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, samhljóða niðurstöðu Embættis landlæknis, að mistök hafi verið gerð sem leiddu til dauða drengsins. „Það er sannleikur málsins. Landspítalinn brást þessari fjölskyldu. Við getum aldrei harmað það nógsamlega,“ segir Páll. Hann segir Landspítalann geta þó dregið lærdóm af þessu alvarlega máli og það hafi raunar þegar gerst í kjölfar rótargreiningarinnar. „Þar voru lagðar til umbótaaðgerðir sem ætlað er að bæta þjónustu okkar við foreldra í fæðingarferli og höfum við þegar komið sjö slíkum verkefnum í farveg, m.a. í samstarfi við Embætti landlæknis. Árangur okkar í fæðingarhjálp er á heimsmælikvarða og raunar erum við þar fremst meðal jafningja. Það gerir undantekningarnar svo hörmulegar. Það er samt mikilvægt að minna almenning á þessa staðreynd og ég fullyrði að fæðandi konum er óhætt að leita til Landspítala,“ segir Páll. Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
„Landspítali harmar fráfall Nóa Hrafns og tekur ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Í Kastljósi í vikunni fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. Páll segir þessa umfjöllun Kastljóssins hafa látið engan sem á horfði ósnortinn. „Enda sorg foreldra barnsins sem lést og annarra ástvina átakanleg,“ segir Páll í pistlinum. Hann segir ítarlega rótargreiningu hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, samhljóða niðurstöðu Embættis landlæknis, að mistök hafi verið gerð sem leiddu til dauða drengsins. „Það er sannleikur málsins. Landspítalinn brást þessari fjölskyldu. Við getum aldrei harmað það nógsamlega,“ segir Páll. Hann segir Landspítalann geta þó dregið lærdóm af þessu alvarlega máli og það hafi raunar þegar gerst í kjölfar rótargreiningarinnar. „Þar voru lagðar til umbótaaðgerðir sem ætlað er að bæta þjónustu okkar við foreldra í fæðingarferli og höfum við þegar komið sjö slíkum verkefnum í farveg, m.a. í samstarfi við Embætti landlæknis. Árangur okkar í fæðingarhjálp er á heimsmælikvarða og raunar erum við þar fremst meðal jafningja. Það gerir undantekningarnar svo hörmulegar. Það er samt mikilvægt að minna almenning á þessa staðreynd og ég fullyrði að fæðandi konum er óhætt að leita til Landspítala,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55
„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34
Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02