Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2016 22:55 Vísir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Pírata harðlega á Alþingi í dag. Þá beindi hann máli sínu sérstaklega að prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann sagði Pírata ekki geta gengið svona fram og í senn lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins. „Ég verð að segja að mér er brugðið við fréttaflutningi af því gerræði og því virðingarleysi fyrir réttum leikreglum lýðræðisins sem hefur birst í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi,“ sagði Árni Páll undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði talsmann Pírata hafa komið fram í viðtali og sagt að „samkvæmt þeim tölfræðigögnum sem voru birt um kosninguna, þá kusu 18 af þessum eingöngu hann og engan annan í prófkjörinu.“ Þetta sagði Árni Páll vera hrikaleg ummæli. Annaðhvort hafi Píratar brotið gegn grundvallarreglum lýðræðisins um frjálsar kosningar og gegn skýrum ákvæðum laga um persónuvernd með því að hafa atkvæði fólks rekjanleg. Annars væri talsmaður flokksins að bera út róg um einstaka þátttakendur í lýðræðislegri kosningu. „Hvor skýringin sem er ætti að duga til að dæma þessa stjórnmálahreyfingu úr leik.“Alvarlegar ásakanir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, svaraði Árna og sagði ásakanir hans vera grafalvarlegar. Hún sagði að þegar gögnin hafi verið greind hafi verið að afpersónutengja þau og sjá til þess að ekki væri hægt að greina bak hver hefði kosið hvern. „Við í Pírötum höfum ávallt haldið því til haga að rafrænar kosningar geta aldrei eðlis síns vegna verið leynilegar. Þess vegna höfum við ítrekað talað gegn rafrænum kosningum þegar við erum með atkvæðagreiðslur, þjóðaratkvæðagreiðslur eða kosningar til Alþingis til að mynda, að þær verði aldrei hafðar rafrænar. Þetta er ein af grundvallarforsendum lýðræðisins,“ sagði Ásta. Hún sagði einnig að Píratar væru að reyna að gera hlutina öðruvísi og hluti af því væri að reyna að þróa kosningakerfi. Það hafi verið hluti af ferlinu frá upphafi. „Kjördæmisráð ákvað að það skyldi vera staðfestingarkosning á landsvísu þegar kæmi að því hvort heildin öll treysti þessum lista. Er það ekki bara öðruvísi lýðræði? Ég spyr. Þurfum við ekki öll að treysta okkar pólitísku listum, fólki sem gengur til kosninga fyrir Pírata? Megum við ekki stundum reyna að vera með aðeins aðra nálgun á það hvernig við stundum lýðræði? Minna lýðræðislegt, meira lýðræðislegt en við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að rafrænar kosningar geta aldrei verið fullkomlega leynilegar.“Tvenns konar upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók einnig til máls og sagði hann Árna Pál rugla saman tölfræðiupplýsingum annars vegar og persónugreinanlegum gögnum hins vegar. Hann vísaði ásökununum á bug en sagði mikilvægt að taka þessa umræðu þar sem hún væri mikilvæg. „Þetta er tvennt ólíkt, eins og við hljótum öll að vita. Það eru þekktir gallar við rafrænar kosningar sem enginn hefur verið jafn duglegur að tala um og píratar, þar á meðal í fjölmiðlum og kannski sérstaklega sá sem hér stendur. Þetta eru gallar sem er vel vitað að gera þær óæskilegar fyrir t.d. Alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um til að mynda ESB.“ Helgi sagði rafrænt lýðræði þess eðlis að nauðsynlegt væri að gera tilraunir. Þróuninni þurfi að halda áfram til að ná betri áföngum. Hann sagði Samfylkinguna taka þátt í þessari tilraun með Pírötum og einnig notast við rafræn prófkjör. „En það væri gleðilegt ef það væri jafn mikil opinber umræða um þau kerfi sem Samfylkingin notar og er hjá okkur. Það er vegna þess að við forðumst ekki þessa umræðu, við þvert á móti fögnum henni. Þess vegna er það mér ljúft að koma hingað og tala um þetta, því að það er mikilvægt málefni.“ Þá benti hann á að það hafi verið Píratar í Norðvesturkjördæmi sem hafi sjálfir sett sér þær reglur sem farið var eftir. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Fáir hafa tekið þátt í þeim prófkjörum sem lokið er. Vísbending um það sem koma skal, að mati prófessors. 5. september 2016 07:00 Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Össur Skarphéðinsson sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson haft rétt fyrir sér þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. 4. september 2016 11:37 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Pírata harðlega á Alþingi í dag. Þá beindi hann máli sínu sérstaklega að prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann sagði Pírata ekki geta gengið svona fram og í senn lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins. „Ég verð að segja að mér er brugðið við fréttaflutningi af því gerræði og því virðingarleysi fyrir réttum leikreglum lýðræðisins sem hefur birst í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi,“ sagði Árni Páll undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði talsmann Pírata hafa komið fram í viðtali og sagt að „samkvæmt þeim tölfræðigögnum sem voru birt um kosninguna, þá kusu 18 af þessum eingöngu hann og engan annan í prófkjörinu.“ Þetta sagði Árni Páll vera hrikaleg ummæli. Annaðhvort hafi Píratar brotið gegn grundvallarreglum lýðræðisins um frjálsar kosningar og gegn skýrum ákvæðum laga um persónuvernd með því að hafa atkvæði fólks rekjanleg. Annars væri talsmaður flokksins að bera út róg um einstaka þátttakendur í lýðræðislegri kosningu. „Hvor skýringin sem er ætti að duga til að dæma þessa stjórnmálahreyfingu úr leik.“Alvarlegar ásakanir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, svaraði Árna og sagði ásakanir hans vera grafalvarlegar. Hún sagði að þegar gögnin hafi verið greind hafi verið að afpersónutengja þau og sjá til þess að ekki væri hægt að greina bak hver hefði kosið hvern. „Við í Pírötum höfum ávallt haldið því til haga að rafrænar kosningar geta aldrei eðlis síns vegna verið leynilegar. Þess vegna höfum við ítrekað talað gegn rafrænum kosningum þegar við erum með atkvæðagreiðslur, þjóðaratkvæðagreiðslur eða kosningar til Alþingis til að mynda, að þær verði aldrei hafðar rafrænar. Þetta er ein af grundvallarforsendum lýðræðisins,“ sagði Ásta. Hún sagði einnig að Píratar væru að reyna að gera hlutina öðruvísi og hluti af því væri að reyna að þróa kosningakerfi. Það hafi verið hluti af ferlinu frá upphafi. „Kjördæmisráð ákvað að það skyldi vera staðfestingarkosning á landsvísu þegar kæmi að því hvort heildin öll treysti þessum lista. Er það ekki bara öðruvísi lýðræði? Ég spyr. Þurfum við ekki öll að treysta okkar pólitísku listum, fólki sem gengur til kosninga fyrir Pírata? Megum við ekki stundum reyna að vera með aðeins aðra nálgun á það hvernig við stundum lýðræði? Minna lýðræðislegt, meira lýðræðislegt en við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að rafrænar kosningar geta aldrei verið fullkomlega leynilegar.“Tvenns konar upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók einnig til máls og sagði hann Árna Pál rugla saman tölfræðiupplýsingum annars vegar og persónugreinanlegum gögnum hins vegar. Hann vísaði ásökununum á bug en sagði mikilvægt að taka þessa umræðu þar sem hún væri mikilvæg. „Þetta er tvennt ólíkt, eins og við hljótum öll að vita. Það eru þekktir gallar við rafrænar kosningar sem enginn hefur verið jafn duglegur að tala um og píratar, þar á meðal í fjölmiðlum og kannski sérstaklega sá sem hér stendur. Þetta eru gallar sem er vel vitað að gera þær óæskilegar fyrir t.d. Alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um til að mynda ESB.“ Helgi sagði rafrænt lýðræði þess eðlis að nauðsynlegt væri að gera tilraunir. Þróuninni þurfi að halda áfram til að ná betri áföngum. Hann sagði Samfylkinguna taka þátt í þessari tilraun með Pírötum og einnig notast við rafræn prófkjör. „En það væri gleðilegt ef það væri jafn mikil opinber umræða um þau kerfi sem Samfylkingin notar og er hjá okkur. Það er vegna þess að við forðumst ekki þessa umræðu, við þvert á móti fögnum henni. Þess vegna er það mér ljúft að koma hingað og tala um þetta, því að það er mikilvægt málefni.“ Þá benti hann á að það hafi verið Píratar í Norðvesturkjördæmi sem hafi sjálfir sett sér þær reglur sem farið var eftir.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Fáir hafa tekið þátt í þeim prófkjörum sem lokið er. Vísbending um það sem koma skal, að mati prófessors. 5. september 2016 07:00 Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Össur Skarphéðinsson sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson haft rétt fyrir sér þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. 4. september 2016 11:37 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira
Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Fáir hafa tekið þátt í þeim prófkjörum sem lokið er. Vísbending um það sem koma skal, að mati prófessors. 5. september 2016 07:00
Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Össur Skarphéðinsson sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson haft rétt fyrir sér þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. 4. september 2016 11:37
Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12