Fótbolti

Kári um Viðar: Gæti ekki verið fjær sannleikanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar Örn hefur skorað sitt síðasta mark fyrir Malmö í bili.
Viðar Örn hefur skorað sitt síðasta mark fyrir Malmö í bili. mynd/malmö
Kári Árnason, leikmaður Malmö og fyrrverandi samherji Viðars Arnar Kjartanssonar, gefur lítið fyrir fréttaflutning sænska fjölmiðla.

Fotbollskanalen.se fullyrti að Viðar Örn Kjartansson hafi verið seldur frá Malmö þar sem að hann hafi átt erfitt með að fóta sig innan leikmannahóp félagsins.

Viðar Örn á að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af, sem hafi ekki styrkt stöðu hans innan hópsins.

Sjá einnig: Viðar Örn til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö

Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk en er nú farinn til Ísrael þar sem hann samdi við Maccabi Tel Aviv til næstu fjögurra ára. Félagið keypti hann frá Malmö fyrir 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna.

„Enn og aftur mjög slæm rannsóknarblaðamennska hjá sænskum fjölmiðlum. Gæti ekki verið fjarri sannleikanum,“ skrifaði Kári um málið á Twitter-síðu sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×