Fótbolti

Maccabi Tel Aviv bauð í Viðar Örn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar, er í dag orðaður við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv.

Ísraelskir fjölmiðlar fullyrða að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssingin sem leikur með Malmö í Svíþjóð.

Það er sænska vefsíðan fotbollskanalen.se sem greinir frá og vísar í Sports Walla í Ísrael.

Sjá einnig: Síminn hringir mikið hjá Viðari Erni

Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra.

Viðar Örn gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi.


Tengdar fréttir

Viðar Örn aftur í landsliðið

Fáar breytingar gerðar á hópnum sem fór til Frakklands í sumar. Ísland mætir Úkraínu í byrjun september.

Síminn hringir mikið hjá Viðari Erni

Viðar Örn Kjartansson er á flugi í sænsku deildinni þar sem hann er markahæstur. Hann segist finna fyrir miklum áhuga frá öðrum liðum. Viðar komst ekki í EM-hópinn og viðurkennir að það hafi verið sárt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×