Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Atli Ísleifsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 30. ágúst 2016 08:58 Jordi Cruyff og Viðar. vísir/Maccabi Tel Aviv Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira