„Af hverju kemur ekki einhver?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2016 13:18 Karl Olgeir og Sigríður Eyrún ræða málin í Kastljósi kvöldsins. Þar munu fulltrúar Landspítalans sömuleiðis sitja fyrir svörum. Vísir/Stefán Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Stikla úr þættinum var spiluð í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sigríður Eyrún og Karl lýsa því hvernig fæðingin hafi gengið illa, erfiðlega hafi gengið að fá aðstoð læknis auk annarra óeðlilegra hluta sem komu upp á fæðingardeildinni. „Þau eru að láta mig fara í alls konar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ segir Sigríður Eyrún. „Af hverju kemur ekki einhver?“ Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelm Læknir í næsta herbergi Aldrei hafi komið sérfræðingur til að meta stöðuna. Þó hafi verið læknir í næsta herbergi. „Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, einhvers staðar þar sem var ekki hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi. Það var aldrei kallað á hann.“ Karl segist hafa átt von á að læknirinn kæmi hvað og hverju. Hins vegar hafi hann aldrei látið sjá sig. Ástandið hafi orðið mjög alvarlegt og mikil óvissa ríkt. „Það er eins og það verði vaxandi fát, meiri hraði á öllu. Ljósmæðurnar eiga erfitt með að skrúfa skrúfurnar rétt og ná lokinu af. Vírinn er að detta af fósturritanum. Á einum tímapunkti taka þær eftir því að hann er ekki tengdur,“ segir Karl. Fleiri hlutir hafi ekki virkað traustvekjandi. Vaktaskipti voru hjá ljósmæðrum á þeim tíma sem fæðingin stóð yfir. Sú sem mætti á vaktina hafi fljótlega séð að ekki var allt í lagi. Klukkustund síðar var drengurinn látinn.Fulltrúar Landspítalans sitja fyrir svörum í Kastljósi í kvöld en haft er eftir þeim að málið sé það alvarlegasta sem upp hafi komið á spítalanumMistök í fæðingu á Akranesi Þrjú og hálft ár eru síðan Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi og sagði sögu sína. Líkt og Sigrún og Karl gekk fæðing dóttur hennar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi illa og þá sérstaklega viðbrögð eftir að litla stúlkan kom í heiminn.Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er raunar enn í gangi. Yfirlæknir á HV hefur aldrei verið látinn svara fyrir rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistökin.Hlédís hefur nú í þriðja skiptið sent málið til ríkissaksóknara á síðustu tveimur árum. Lögregla hafi tvisvar rannsakað málið en læknirinn aldrei verið spurður út í aðalatriði málsins.Hlédís tengir greinilega við frásögn Sigríðar og Karls og tjáir sig um málið á Facebook.„Mistök eru og verða alltaf hluti af mannlegri tilvist. Hvort sem það er í starfi okkar eða þess utan. Stundum skipta þau litlu sem engu máli og stundum öllu máli eins og í þessu tilfelli. Hræðilegar afleiðingar þessa mistaka verða ekki teknar til baka, en það er vonandi hægt að læra af þeim - með því að viðurkenna þau af heiðarleika. Það skiptir máli fyrir foreldra sem og framtíðar þiggjendur heilbrigðisþjónustu.“ Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Stikla úr þættinum var spiluð í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sigríður Eyrún og Karl lýsa því hvernig fæðingin hafi gengið illa, erfiðlega hafi gengið að fá aðstoð læknis auk annarra óeðlilegra hluta sem komu upp á fæðingardeildinni. „Þau eru að láta mig fara í alls konar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ segir Sigríður Eyrún. „Af hverju kemur ekki einhver?“ Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelm Læknir í næsta herbergi Aldrei hafi komið sérfræðingur til að meta stöðuna. Þó hafi verið læknir í næsta herbergi. „Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, einhvers staðar þar sem var ekki hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi. Það var aldrei kallað á hann.“ Karl segist hafa átt von á að læknirinn kæmi hvað og hverju. Hins vegar hafi hann aldrei látið sjá sig. Ástandið hafi orðið mjög alvarlegt og mikil óvissa ríkt. „Það er eins og það verði vaxandi fát, meiri hraði á öllu. Ljósmæðurnar eiga erfitt með að skrúfa skrúfurnar rétt og ná lokinu af. Vírinn er að detta af fósturritanum. Á einum tímapunkti taka þær eftir því að hann er ekki tengdur,“ segir Karl. Fleiri hlutir hafi ekki virkað traustvekjandi. Vaktaskipti voru hjá ljósmæðrum á þeim tíma sem fæðingin stóð yfir. Sú sem mætti á vaktina hafi fljótlega séð að ekki var allt í lagi. Klukkustund síðar var drengurinn látinn.Fulltrúar Landspítalans sitja fyrir svörum í Kastljósi í kvöld en haft er eftir þeim að málið sé það alvarlegasta sem upp hafi komið á spítalanumMistök í fæðingu á Akranesi Þrjú og hálft ár eru síðan Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi og sagði sögu sína. Líkt og Sigrún og Karl gekk fæðing dóttur hennar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi illa og þá sérstaklega viðbrögð eftir að litla stúlkan kom í heiminn.Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er raunar enn í gangi. Yfirlæknir á HV hefur aldrei verið látinn svara fyrir rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistökin.Hlédís hefur nú í þriðja skiptið sent málið til ríkissaksóknara á síðustu tveimur árum. Lögregla hafi tvisvar rannsakað málið en læknirinn aldrei verið spurður út í aðalatriði málsins.Hlédís tengir greinilega við frásögn Sigríðar og Karls og tjáir sig um málið á Facebook.„Mistök eru og verða alltaf hluti af mannlegri tilvist. Hvort sem það er í starfi okkar eða þess utan. Stundum skipta þau litlu sem engu máli og stundum öllu máli eins og í þessu tilfelli. Hræðilegar afleiðingar þessa mistaka verða ekki teknar til baka, en það er vonandi hægt að læra af þeim - með því að viðurkenna þau af heiðarleika. Það skiptir máli fyrir foreldra sem og framtíðar þiggjendur heilbrigðisþjónustu.“
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira