„Af hverju kemur ekki einhver?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2016 13:18 Karl Olgeir og Sigríður Eyrún ræða málin í Kastljósi kvöldsins. Þar munu fulltrúar Landspítalans sömuleiðis sitja fyrir svörum. Vísir/Stefán Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Stikla úr þættinum var spiluð í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sigríður Eyrún og Karl lýsa því hvernig fæðingin hafi gengið illa, erfiðlega hafi gengið að fá aðstoð læknis auk annarra óeðlilegra hluta sem komu upp á fæðingardeildinni. „Þau eru að láta mig fara í alls konar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ segir Sigríður Eyrún. „Af hverju kemur ekki einhver?“ Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelm Læknir í næsta herbergi Aldrei hafi komið sérfræðingur til að meta stöðuna. Þó hafi verið læknir í næsta herbergi. „Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, einhvers staðar þar sem var ekki hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi. Það var aldrei kallað á hann.“ Karl segist hafa átt von á að læknirinn kæmi hvað og hverju. Hins vegar hafi hann aldrei látið sjá sig. Ástandið hafi orðið mjög alvarlegt og mikil óvissa ríkt. „Það er eins og það verði vaxandi fát, meiri hraði á öllu. Ljósmæðurnar eiga erfitt með að skrúfa skrúfurnar rétt og ná lokinu af. Vírinn er að detta af fósturritanum. Á einum tímapunkti taka þær eftir því að hann er ekki tengdur,“ segir Karl. Fleiri hlutir hafi ekki virkað traustvekjandi. Vaktaskipti voru hjá ljósmæðrum á þeim tíma sem fæðingin stóð yfir. Sú sem mætti á vaktina hafi fljótlega séð að ekki var allt í lagi. Klukkustund síðar var drengurinn látinn.Fulltrúar Landspítalans sitja fyrir svörum í Kastljósi í kvöld en haft er eftir þeim að málið sé það alvarlegasta sem upp hafi komið á spítalanumMistök í fæðingu á Akranesi Þrjú og hálft ár eru síðan Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi og sagði sögu sína. Líkt og Sigrún og Karl gekk fæðing dóttur hennar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi illa og þá sérstaklega viðbrögð eftir að litla stúlkan kom í heiminn.Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er raunar enn í gangi. Yfirlæknir á HV hefur aldrei verið látinn svara fyrir rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistökin.Hlédís hefur nú í þriðja skiptið sent málið til ríkissaksóknara á síðustu tveimur árum. Lögregla hafi tvisvar rannsakað málið en læknirinn aldrei verið spurður út í aðalatriði málsins.Hlédís tengir greinilega við frásögn Sigríðar og Karls og tjáir sig um málið á Facebook.„Mistök eru og verða alltaf hluti af mannlegri tilvist. Hvort sem það er í starfi okkar eða þess utan. Stundum skipta þau litlu sem engu máli og stundum öllu máli eins og í þessu tilfelli. Hræðilegar afleiðingar þessa mistaka verða ekki teknar til baka, en það er vonandi hægt að læra af þeim - með því að viðurkenna þau af heiðarleika. Það skiptir máli fyrir foreldra sem og framtíðar þiggjendur heilbrigðisþjónustu.“ Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Stikla úr þættinum var spiluð í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sigríður Eyrún og Karl lýsa því hvernig fæðingin hafi gengið illa, erfiðlega hafi gengið að fá aðstoð læknis auk annarra óeðlilegra hluta sem komu upp á fæðingardeildinni. „Þau eru að láta mig fara í alls konar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ segir Sigríður Eyrún. „Af hverju kemur ekki einhver?“ Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelm Læknir í næsta herbergi Aldrei hafi komið sérfræðingur til að meta stöðuna. Þó hafi verið læknir í næsta herbergi. „Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, einhvers staðar þar sem var ekki hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi. Það var aldrei kallað á hann.“ Karl segist hafa átt von á að læknirinn kæmi hvað og hverju. Hins vegar hafi hann aldrei látið sjá sig. Ástandið hafi orðið mjög alvarlegt og mikil óvissa ríkt. „Það er eins og það verði vaxandi fát, meiri hraði á öllu. Ljósmæðurnar eiga erfitt með að skrúfa skrúfurnar rétt og ná lokinu af. Vírinn er að detta af fósturritanum. Á einum tímapunkti taka þær eftir því að hann er ekki tengdur,“ segir Karl. Fleiri hlutir hafi ekki virkað traustvekjandi. Vaktaskipti voru hjá ljósmæðrum á þeim tíma sem fæðingin stóð yfir. Sú sem mætti á vaktina hafi fljótlega séð að ekki var allt í lagi. Klukkustund síðar var drengurinn látinn.Fulltrúar Landspítalans sitja fyrir svörum í Kastljósi í kvöld en haft er eftir þeim að málið sé það alvarlegasta sem upp hafi komið á spítalanumMistök í fæðingu á Akranesi Þrjú og hálft ár eru síðan Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi og sagði sögu sína. Líkt og Sigrún og Karl gekk fæðing dóttur hennar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi illa og þá sérstaklega viðbrögð eftir að litla stúlkan kom í heiminn.Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er raunar enn í gangi. Yfirlæknir á HV hefur aldrei verið látinn svara fyrir rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistökin.Hlédís hefur nú í þriðja skiptið sent málið til ríkissaksóknara á síðustu tveimur árum. Lögregla hafi tvisvar rannsakað málið en læknirinn aldrei verið spurður út í aðalatriði málsins.Hlédís tengir greinilega við frásögn Sigríðar og Karls og tjáir sig um málið á Facebook.„Mistök eru og verða alltaf hluti af mannlegri tilvist. Hvort sem það er í starfi okkar eða þess utan. Stundum skipta þau litlu sem engu máli og stundum öllu máli eins og í þessu tilfelli. Hræðilegar afleiðingar þessa mistaka verða ekki teknar til baka, en það er vonandi hægt að læra af þeim - með því að viðurkenna þau af heiðarleika. Það skiptir máli fyrir foreldra sem og framtíðar þiggjendur heilbrigðisþjónustu.“
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira