Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 2-1 | Valur opnaði toppbaráttuna upp á gátt Guðmundur Marinó Ingvarsson á Valsvellinum skrifar 31. ágúst 2016 21:45 Dóra María Lárusdóttir er í lykilhlutverki í liði Vals. vísir/hanna Valur lagði Stjörnuna 2-1 í toppslag Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á heimavelli. Laufey Björnsdóttir tryggði sigurinn í uppbótartíma. Donna Kay Henry kom Stjörnunni yfir strax á fjórðu mínútu eftir vel útfærða skyndisókn. Valur sem hafði sótt fram að marki Stjörnunnar gaf eftir næstu tíu mínúturnar en síðasta hálftímann í fyrri hálfleik sótti Valur án afláts og lék á löngum köflum virkilega góðan fótbolta. Yfirburðir Vals skiluðu verðskulduðu jöfnunarmarki á 34. mínútu þegar Vesna Elísa Smiljkovic skallaði í markið af stuttu færi. Valur hefði með smá heppni getað náð forystunni fyrir hálfleik en varð að sætta sig við jafna stöðu 1-1 í hálfleiknum. Seinni hálfleikur var eins rólegur fyrsta hálftímann og fyrri hálfleikurinn hafði verið fjörugur. Það var ekki fyrr en síðasta stundarfjórðunginn að leikurinn opnaðist og virtist Stjarnan líklegri til að skora sigurmarkið en Sandra Sigurðardóttir var öryggið uppmálað í marki Vals og varði það sem að marki kom. Pála Marie Einarsdóttir varnarmaður Vals fékk að líta rauða spjaldið mínútur fyrir lok venjulegs leiktíma. Við það fundu Valskonur auka orku og sóttu án afláts í uppbótartíma. Margrét Lára Viðarsdóttir skaut yfir úr vítaspyrnu en Valur brotnaði ekki við það heldur hélt áfram og á þriðju mínútu uppbótartíma náði Laufey Björnsdóttir að tryggja Val mikilvægan sigur. Stjarnan hefði getað farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri og hefði stig fleytt liðinu langt. Þrátt fyrir tapið er Stjarnan enn í bílstjórasætinu en liðið hefur ekkert svigrúm fyrir mistök lengur. Valur lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar, liðið er fjórum stigum á eftir Stjörnunni og með stigi meira en Breiðablik sem á leik til góða á morgun gegn Fylki. Breiðablik á eftir að mæta bæði Val og Stjörnunni og því getur allt gerst enn í baráttunni um titilinn. Ólafur Tryggvi: Getur ekki verið sætara en þetta„Þetta var ótrúlegt. Mér fannst leikurinn yfir höfuð gríðarlega góður hjá mínu liði,“ sagði glaðbeittur Ólafur Tryggvi Brynjólfsson þjálfari Vals. „Mér fannst við yfirspila þær á köflum. Létum boltann ganga og notuðum breiddina mjög vel. Við hleyptum þeim í smá eltingaleik. „Það var smá ströggl í byrjun, fyrstu tíu. Eftir að við komumst upp úr því var bara ein leið,“ sagði Ólafur sem fannst mikið til þess koma hvernig lið hans brást við eftir að hafa misst Pálu Marie Einarsdóttur útaf með rautt spjald rétt fyrir leikslok. „Það er þvílíkur karakter í þessu liði. Við erum einum færri staðan 1-1 og við klúðrum vítaspyrnu og samt höldum við áfram og skorum 2-1. Þetta getur ekki verið sætara en þetta. „Það gerist mjög oft og yfirleitt að þegar menn lenda manni færri þá finna þeir þetta extra. Það gerðum við í kvöld. „Við fengum meira að segja færi á milli vítisins og marksins. Þetta var ótrúlegt. „Það eina sem þær fengu var úr aukaspyrnunni sem Sandra varði stórkostlega,“ sagði Ólafur. Stjarnan skoraði snemma í leiknum og það getur oft reynst liðum erfitt að vinna úr þeirri stöðu gegn toppliðinu líkt og Valur fékk að kynnast í fyrri leik liðanna sem Stjarnan vann 3-0. „Við lögðum leikinn upp með að þora að spila fótbolta og spila okkar fótbolta. Það skemmtilega er að við koðnuðum ekki niður. Eins og í fyrri leiknum á móti þeim þá fengum við á okkur mark og duttum aðeins neðar. „Núna héldum við áfram og sýndum alvöru karakter. Þetta er búinn að vera stígandinn í okkar liði í allt sumar. Við finnum hverja aðra og fáum meira sjálfstraust.“ Harpa: Spiluðum arfa lélegan fótbolta„Það er alltaf svekkjandi að tapa, sérstaklega eins og við gerum í kvöld í lokin á leiknum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar sem fékk úr óvenju litlu að moða í kvöld. „Mér fannst við spila arfa lélegan fótbolta. Við náðum okkur engan vegin á strik. Við vorum hræddar við að spila okkar bolta. Við vorum í einhverjum reitarbolta sem við erum ekki vanar að vera í. Við vorum ekki nógu ákveðnar fram á við.“ Stjarnan hefði farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigir í kvöld en Harpa vildi ekki meina að það hafi truflað lið Stjörnunnar. „Við erum alveg nógu stórt lið til að höndla svona pressu. Við höfum gert það í gegnum tíðina. Ég held að þetta hafi verið meira að við vorum að spila gegn hörku sterku liði á erfiðum útivelli. „Þetta er það góð deild að maður þarf að hafa virkilega mikið fyrir þessum stigum gegn toppliðunum, sérstaklega á útivelli,“ sagði Harpa. Stjarnan komst snemma yfir en Harpa tók samt undir það að Valur yfirspilaði Stjörnuna í fyrri hálfleik. „Já í rauninni. Við náðum ekki upp okkar spili, hver svo sem ástæðan fyrir því er, og vorum hreinlega heppnar að vera ekki undir þegar við fórum inn í hálfleik. Þrátt fyrir tapið er Stjarnan enn með örlög sín í sumar í eigin höndum og dugir liðinu 10 stig í fjórum síðustu umferðunum til að tryggja sér titilinn. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta var ekki úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitil. Þetta er langhlaup og við erum enn í lykilstöðu,“ sagði Harpa. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Valur lagði Stjörnuna 2-1 í toppslag Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á heimavelli. Laufey Björnsdóttir tryggði sigurinn í uppbótartíma. Donna Kay Henry kom Stjörnunni yfir strax á fjórðu mínútu eftir vel útfærða skyndisókn. Valur sem hafði sótt fram að marki Stjörnunnar gaf eftir næstu tíu mínúturnar en síðasta hálftímann í fyrri hálfleik sótti Valur án afláts og lék á löngum köflum virkilega góðan fótbolta. Yfirburðir Vals skiluðu verðskulduðu jöfnunarmarki á 34. mínútu þegar Vesna Elísa Smiljkovic skallaði í markið af stuttu færi. Valur hefði með smá heppni getað náð forystunni fyrir hálfleik en varð að sætta sig við jafna stöðu 1-1 í hálfleiknum. Seinni hálfleikur var eins rólegur fyrsta hálftímann og fyrri hálfleikurinn hafði verið fjörugur. Það var ekki fyrr en síðasta stundarfjórðunginn að leikurinn opnaðist og virtist Stjarnan líklegri til að skora sigurmarkið en Sandra Sigurðardóttir var öryggið uppmálað í marki Vals og varði það sem að marki kom. Pála Marie Einarsdóttir varnarmaður Vals fékk að líta rauða spjaldið mínútur fyrir lok venjulegs leiktíma. Við það fundu Valskonur auka orku og sóttu án afláts í uppbótartíma. Margrét Lára Viðarsdóttir skaut yfir úr vítaspyrnu en Valur brotnaði ekki við það heldur hélt áfram og á þriðju mínútu uppbótartíma náði Laufey Björnsdóttir að tryggja Val mikilvægan sigur. Stjarnan hefði getað farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri og hefði stig fleytt liðinu langt. Þrátt fyrir tapið er Stjarnan enn í bílstjórasætinu en liðið hefur ekkert svigrúm fyrir mistök lengur. Valur lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar, liðið er fjórum stigum á eftir Stjörnunni og með stigi meira en Breiðablik sem á leik til góða á morgun gegn Fylki. Breiðablik á eftir að mæta bæði Val og Stjörnunni og því getur allt gerst enn í baráttunni um titilinn. Ólafur Tryggvi: Getur ekki verið sætara en þetta„Þetta var ótrúlegt. Mér fannst leikurinn yfir höfuð gríðarlega góður hjá mínu liði,“ sagði glaðbeittur Ólafur Tryggvi Brynjólfsson þjálfari Vals. „Mér fannst við yfirspila þær á köflum. Létum boltann ganga og notuðum breiddina mjög vel. Við hleyptum þeim í smá eltingaleik. „Það var smá ströggl í byrjun, fyrstu tíu. Eftir að við komumst upp úr því var bara ein leið,“ sagði Ólafur sem fannst mikið til þess koma hvernig lið hans brást við eftir að hafa misst Pálu Marie Einarsdóttur útaf með rautt spjald rétt fyrir leikslok. „Það er þvílíkur karakter í þessu liði. Við erum einum færri staðan 1-1 og við klúðrum vítaspyrnu og samt höldum við áfram og skorum 2-1. Þetta getur ekki verið sætara en þetta. „Það gerist mjög oft og yfirleitt að þegar menn lenda manni færri þá finna þeir þetta extra. Það gerðum við í kvöld. „Við fengum meira að segja færi á milli vítisins og marksins. Þetta var ótrúlegt. „Það eina sem þær fengu var úr aukaspyrnunni sem Sandra varði stórkostlega,“ sagði Ólafur. Stjarnan skoraði snemma í leiknum og það getur oft reynst liðum erfitt að vinna úr þeirri stöðu gegn toppliðinu líkt og Valur fékk að kynnast í fyrri leik liðanna sem Stjarnan vann 3-0. „Við lögðum leikinn upp með að þora að spila fótbolta og spila okkar fótbolta. Það skemmtilega er að við koðnuðum ekki niður. Eins og í fyrri leiknum á móti þeim þá fengum við á okkur mark og duttum aðeins neðar. „Núna héldum við áfram og sýndum alvöru karakter. Þetta er búinn að vera stígandinn í okkar liði í allt sumar. Við finnum hverja aðra og fáum meira sjálfstraust.“ Harpa: Spiluðum arfa lélegan fótbolta„Það er alltaf svekkjandi að tapa, sérstaklega eins og við gerum í kvöld í lokin á leiknum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar sem fékk úr óvenju litlu að moða í kvöld. „Mér fannst við spila arfa lélegan fótbolta. Við náðum okkur engan vegin á strik. Við vorum hræddar við að spila okkar bolta. Við vorum í einhverjum reitarbolta sem við erum ekki vanar að vera í. Við vorum ekki nógu ákveðnar fram á við.“ Stjarnan hefði farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigir í kvöld en Harpa vildi ekki meina að það hafi truflað lið Stjörnunnar. „Við erum alveg nógu stórt lið til að höndla svona pressu. Við höfum gert það í gegnum tíðina. Ég held að þetta hafi verið meira að við vorum að spila gegn hörku sterku liði á erfiðum útivelli. „Þetta er það góð deild að maður þarf að hafa virkilega mikið fyrir þessum stigum gegn toppliðunum, sérstaklega á útivelli,“ sagði Harpa. Stjarnan komst snemma yfir en Harpa tók samt undir það að Valur yfirspilaði Stjörnuna í fyrri hálfleik. „Já í rauninni. Við náðum ekki upp okkar spili, hver svo sem ástæðan fyrir því er, og vorum hreinlega heppnar að vera ekki undir þegar við fórum inn í hálfleik. Þrátt fyrir tapið er Stjarnan enn með örlög sín í sumar í eigin höndum og dugir liðinu 10 stig í fjórum síðustu umferðunum til að tryggja sér titilinn. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta var ekki úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitil. Þetta er langhlaup og við erum enn í lykilstöðu,“ sagði Harpa.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira