Börn á hrakningi vegna Boko Haram guðsteinn bjarnason skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Nígerískir hermenn ásamt ungum mönnum sem bjargað var frá Boko Haram samtökunum fyrr á árinu. Fréttablaðið/EPA Árum saman hafa ofbeldismennirnir í Boko Haram haldið stóru landsvæði í kringum Tsjad-vatn í heljargreipum. Milljónir manna hafa hrakist að heiman eða búa við ógnarstjórn samtakanna. Alls eru um 2,6 milljónir manna, þar af eru 1,4 milljónir barna, á vergangi. Til viðbótar er óttast að um 2,2 milljónir manna séu innikróaðar á því svæði, þar sem samtökin leika lausum hala. Um helmingur þeirra, rúmlega ein milljón, er á barnsaldri. Óttast er að á þessu ári muni alvarleg vannæring hrjá um 475 þúsund börn á þessu svæði, og hefur þeim þá fjölgað úr 175 þúsund frá ársbyrjun. Þetta kemur fram í skýrslu sem UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í vikunni.Bawayao er tíu ára. Hana dreymir um að verða kennari. Hún heldur þarna á yngri systur sinni, Aicha. Þær eru í flóttamannabúðum á vegum UNICEF í Garin Wazam í Níger.Mynd/UNICEFÍ tilkynningu frá Unicef segir Manuel Fontaine, svæðisstjóri samtakanna í Vestur- og Mið-Afríku, að ástandið á Tsjad-vatnasvæðinu komi svo hart niður á börnum að það ætti að vera ofarlega á verkefnalista þeirra sem sinna málefnum flóttafólks í heiminum. „Þarfirnar eru orðnar meiri en svo að viðbrögðin hafi undan, ekki síst nú eftir að svæði í norðaustanverðri Nígeríu, sem áður var ekki hægt að komast inn á, eru orðin aðgengileg,” bætti hann við. Fjögur lönd eru á vatnasvæði Tsjad-vatns: Nígería, Kamerún, Tsjad og Níger. Vígasveitir Boko Haram hafa haft stór svæði í öllum þessum löndum á sínu valdi, halda þar uppi ógnarstjórn og reyna að þröngva upp á fólk sinni eigin öfgatúlkun á íslam.Þessir menn voru handteknir í Nígeríu í febrúar, grunaðir um að hafa starfað með Boko Haram. Fréttablaðið/EPAFlestir þeirra sem hrakist hafa frá heimilum sínum, eða átta af hverjum tíu, hafa til bráðabirgða fengið inni hjá ættingjum eða nágrönnum. Þetta eykur mjög álag á almenning á þessu svæði, þar sem fátæktin var meiri fyrir en víðast hvar í heiminum. Þá kemur fram í skýrslunni að það sem af er árinu hafi líklega 38 börn verið notuð til að gera sjálfsvígsárásir í löndunum fjórum. Þar með eru þau orðin 68, börnin sem notuð hafa verið til slíkra árása frá og með árinu 2014. Níger Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Árum saman hafa ofbeldismennirnir í Boko Haram haldið stóru landsvæði í kringum Tsjad-vatn í heljargreipum. Milljónir manna hafa hrakist að heiman eða búa við ógnarstjórn samtakanna. Alls eru um 2,6 milljónir manna, þar af eru 1,4 milljónir barna, á vergangi. Til viðbótar er óttast að um 2,2 milljónir manna séu innikróaðar á því svæði, þar sem samtökin leika lausum hala. Um helmingur þeirra, rúmlega ein milljón, er á barnsaldri. Óttast er að á þessu ári muni alvarleg vannæring hrjá um 475 þúsund börn á þessu svæði, og hefur þeim þá fjölgað úr 175 þúsund frá ársbyrjun. Þetta kemur fram í skýrslu sem UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í vikunni.Bawayao er tíu ára. Hana dreymir um að verða kennari. Hún heldur þarna á yngri systur sinni, Aicha. Þær eru í flóttamannabúðum á vegum UNICEF í Garin Wazam í Níger.Mynd/UNICEFÍ tilkynningu frá Unicef segir Manuel Fontaine, svæðisstjóri samtakanna í Vestur- og Mið-Afríku, að ástandið á Tsjad-vatnasvæðinu komi svo hart niður á börnum að það ætti að vera ofarlega á verkefnalista þeirra sem sinna málefnum flóttafólks í heiminum. „Þarfirnar eru orðnar meiri en svo að viðbrögðin hafi undan, ekki síst nú eftir að svæði í norðaustanverðri Nígeríu, sem áður var ekki hægt að komast inn á, eru orðin aðgengileg,” bætti hann við. Fjögur lönd eru á vatnasvæði Tsjad-vatns: Nígería, Kamerún, Tsjad og Níger. Vígasveitir Boko Haram hafa haft stór svæði í öllum þessum löndum á sínu valdi, halda þar uppi ógnarstjórn og reyna að þröngva upp á fólk sinni eigin öfgatúlkun á íslam.Þessir menn voru handteknir í Nígeríu í febrúar, grunaðir um að hafa starfað með Boko Haram. Fréttablaðið/EPAFlestir þeirra sem hrakist hafa frá heimilum sínum, eða átta af hverjum tíu, hafa til bráðabirgða fengið inni hjá ættingjum eða nágrönnum. Þetta eykur mjög álag á almenning á þessu svæði, þar sem fátæktin var meiri fyrir en víðast hvar í heiminum. Þá kemur fram í skýrslunni að það sem af er árinu hafi líklega 38 börn verið notuð til að gera sjálfsvígsárásir í löndunum fjórum. Þar með eru þau orðin 68, börnin sem notuð hafa verið til slíkra árása frá og með árinu 2014.
Níger Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira