Enski boltinn

Klopp hugsanlega að ná í Fuchs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Christain Fuchs í leik gegn Swansea í gær.
Christain Fuchs í leik gegn Swansea í gær. vísir/getty

Liverpool mun samkvæmt enskum fjölmiðlum bjóða í vinstri bakvörðinn Christain Fuchs sem er á mála hjá Leicester.

Félagaskiptaglugginn lokar á miðvikudaginn og má búast við að fjölmargir leikmenn skipti um lið á næstu dögum.

Samningur Fuchs við Englandsmeistara Leicester rennur út eftir næsta tímabil og hefur hann ekki náð samkomulagi við félagið um framlengingu.

Fuchs er 30 ára og gæti verið mikill liðsstyrkur fyrir Liverpool.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.