Færeyskur þungarokkari fengið sig fullsaddan af rangfærslum um grindhvalaveiðarnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2016 11:00 Heri Joensen segir aðferðina sem notuð verið færeysku grindhvalaveiðina þá mannúðlegustu sem fyrirfinnst. Vísir Myndband af útskýringum færeyska tónlistarmannsins Heri Joensen, sem hefur gert garðinn frægan með víkingarokksveitinni Týr, hefur vakið mikla athygli allt frá því að það rataði á vefinn fyrir helgi. Í myndbandinu tekur Joensen upp hanskann fyrir grindhvalaveiðar Færeyingar sem lengi hafa verið umdeildur þáttur í sögu og menningu Færeyinga. Hljómsveit hans hafi til að mynda fengið að líða fyrir veiðarnar.Myndbandið má sjá hér að neðan en um 150 þúsund manns hafa nú barið það augum.„Nú er svo komið að hópur óupplýstra einstaklinga þrýstir á skipuleggjendur að bóka ekki hljómsveitina mína og slaufa tónleikum sem nú þegar hafa verið skipulagðir,“ segir rokkarinn sem heldur því fram að óheiðarleiki Paul Watson, stofnanda Sea Shepard-samtakanna sem sökkti til að mynda íslensku hvalveiðiskipunum Hval 6 og 7 árið 1986, leiki þar lykilhlutverk. Myndin umdeilda sem Joensen birti á Facebook-síðu sinni.Facebook/Heri JoensenJoensen segir að upphaf herferðarinnar gegn Týr megi rekja til ljósmyndar sem hann deildi á Facebook-síðu sinni. Þar mátti sjá tónlistarmanninn gera að grindhval en Joensen hefur tekið virkan þátt í veiðunum í gegnum árin. „Þar sem 80 prósent heimsbyggðarinnar eru ekki grænmetisætur hélt ég að það væri í fínu lagi að deila myndinni, því mér finnst að fólk ætti að fá að sjá hvernig kjötvörur eru verkaðar. En í ljósi þess að fólk fær sárasjaldan að sjá hvað gerist á bakvið tjöldin í sláturhúsum er hálfgerður ævintýrabragur yfir kjötneyslunni. Fólk telur að húsdýr fari sjálfviljug til sársaukalausrar slátrunar og að óspillt náttúran sé látin óáreitt.“ Þrátt fyrir að hvalveiðar séu ólöglegar í ríkjum Evrópusambandsins þá á það ekki við um Færeyjar enda eru þær ekki aðildarríki sambandsins. „Því eiga alþjóðlegar tilskipanir ekki við um hvalveiðarnar okkar. Alþjóðahvalveiðiráðið tekur sérstaklega fram að það hlutist ekki til um veiðar frumbyggja á smáhvelum til manneldis, að öðru leyti en til að tryggja sjálfbærni,“ útskýrir Joensen.Mannúðlegasta leiðin til að drepa hvaliÞví næst greinir hann frá því hvernig sjálf veiðin fer fram, frá smölun til slátrunar sem mörgum gagnrýnendum hefur þótt harðneskjuleg. „Þetta eru stór dýr og því rennur auðvitað mikið blóð til sjávar. Þetta er kannski ógeðslegt á myndum en þetta er í raun engu verra en þú myndir sjá í hvaða sláturhúsi sem er. Þetta, ef marka má dýralækna, er þó mannúðlegasta leiðin til að drepa hvali,“ segir Joensen. „Hvalir kunna að vera tiltölulega gáfuð dýr en það eru fjöldamörg önnur dýr, til að mynda svín, en þeim er slátrað án þess að það sé mikið siðferðislegt álitamál. Hann bætir ennfremur við að þessi aðferð gerir hvölunum kleift að lifa sem lengt í þeirra náttúrulega umhverfi. Aðra sögu er þó að segja um húsdýr sem eru sérstaklega framleidd til þess eins að rata á matardiska víðsvegar á heiminn, með tilheyrandi kolefnisfótsporum. Myndbandið af útskýringum Joensen má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Grindhvalakjöt varasamt segir landlæknir Færeyja Færeyingar eru slegnir yfir þeim tilmælum landlæknis eyjanna að hætta helst alveg að bragða á grindhvalakjöti, sem hefur verið mikilvæg uppistaða í fæðu eyjaskeggja í aldanna rás. 2. desember 2008 07:14 Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd Liðsmenn Sea Shepherd hugðust mótmæla grindhvaladrápum Færeyinga. 25. ágúst 2015 10:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Myndband af útskýringum færeyska tónlistarmannsins Heri Joensen, sem hefur gert garðinn frægan með víkingarokksveitinni Týr, hefur vakið mikla athygli allt frá því að það rataði á vefinn fyrir helgi. Í myndbandinu tekur Joensen upp hanskann fyrir grindhvalaveiðar Færeyingar sem lengi hafa verið umdeildur þáttur í sögu og menningu Færeyinga. Hljómsveit hans hafi til að mynda fengið að líða fyrir veiðarnar.Myndbandið má sjá hér að neðan en um 150 þúsund manns hafa nú barið það augum.„Nú er svo komið að hópur óupplýstra einstaklinga þrýstir á skipuleggjendur að bóka ekki hljómsveitina mína og slaufa tónleikum sem nú þegar hafa verið skipulagðir,“ segir rokkarinn sem heldur því fram að óheiðarleiki Paul Watson, stofnanda Sea Shepard-samtakanna sem sökkti til að mynda íslensku hvalveiðiskipunum Hval 6 og 7 árið 1986, leiki þar lykilhlutverk. Myndin umdeilda sem Joensen birti á Facebook-síðu sinni.Facebook/Heri JoensenJoensen segir að upphaf herferðarinnar gegn Týr megi rekja til ljósmyndar sem hann deildi á Facebook-síðu sinni. Þar mátti sjá tónlistarmanninn gera að grindhval en Joensen hefur tekið virkan þátt í veiðunum í gegnum árin. „Þar sem 80 prósent heimsbyggðarinnar eru ekki grænmetisætur hélt ég að það væri í fínu lagi að deila myndinni, því mér finnst að fólk ætti að fá að sjá hvernig kjötvörur eru verkaðar. En í ljósi þess að fólk fær sárasjaldan að sjá hvað gerist á bakvið tjöldin í sláturhúsum er hálfgerður ævintýrabragur yfir kjötneyslunni. Fólk telur að húsdýr fari sjálfviljug til sársaukalausrar slátrunar og að óspillt náttúran sé látin óáreitt.“ Þrátt fyrir að hvalveiðar séu ólöglegar í ríkjum Evrópusambandsins þá á það ekki við um Færeyjar enda eru þær ekki aðildarríki sambandsins. „Því eiga alþjóðlegar tilskipanir ekki við um hvalveiðarnar okkar. Alþjóðahvalveiðiráðið tekur sérstaklega fram að það hlutist ekki til um veiðar frumbyggja á smáhvelum til manneldis, að öðru leyti en til að tryggja sjálfbærni,“ útskýrir Joensen.Mannúðlegasta leiðin til að drepa hvaliÞví næst greinir hann frá því hvernig sjálf veiðin fer fram, frá smölun til slátrunar sem mörgum gagnrýnendum hefur þótt harðneskjuleg. „Þetta eru stór dýr og því rennur auðvitað mikið blóð til sjávar. Þetta er kannski ógeðslegt á myndum en þetta er í raun engu verra en þú myndir sjá í hvaða sláturhúsi sem er. Þetta, ef marka má dýralækna, er þó mannúðlegasta leiðin til að drepa hvali,“ segir Joensen. „Hvalir kunna að vera tiltölulega gáfuð dýr en það eru fjöldamörg önnur dýr, til að mynda svín, en þeim er slátrað án þess að það sé mikið siðferðislegt álitamál. Hann bætir ennfremur við að þessi aðferð gerir hvölunum kleift að lifa sem lengt í þeirra náttúrulega umhverfi. Aðra sögu er þó að segja um húsdýr sem eru sérstaklega framleidd til þess eins að rata á matardiska víðsvegar á heiminn, með tilheyrandi kolefnisfótsporum. Myndbandið af útskýringum Joensen má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Grindhvalakjöt varasamt segir landlæknir Færeyja Færeyingar eru slegnir yfir þeim tilmælum landlæknis eyjanna að hætta helst alveg að bragða á grindhvalakjöti, sem hefur verið mikilvæg uppistaða í fæðu eyjaskeggja í aldanna rás. 2. desember 2008 07:14 Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd Liðsmenn Sea Shepherd hugðust mótmæla grindhvaladrápum Færeyinga. 25. ágúst 2015 10:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43
Grindhvalakjöt varasamt segir landlæknir Færeyja Færeyingar eru slegnir yfir þeim tilmælum landlæknis eyjanna að hætta helst alveg að bragða á grindhvalakjöti, sem hefur verið mikilvæg uppistaða í fæðu eyjaskeggja í aldanna rás. 2. desember 2008 07:14
Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd Liðsmenn Sea Shepherd hugðust mótmæla grindhvaladrápum Færeyinga. 25. ágúst 2015 10:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila