Geislavirk efni undir bráðnandi ísnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Grænlendingur virðir fyrir sér mannvirki við bandarísku herstöðina í Thule. Nordicphotos/AFP Skammt frá bandarísku Thule-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi er önnur herstöð, sem hét Camp Century og var einnig bandarísk, en var yfirgefin árið 1967. Bandaríkjamenn skildu þar eftir geislavirkan úrgang og búnað af ýmsu tagi, sem þeir héldu að myndi liggja þar grafinn í ísnum til eilífðarnóns, hættulaus með öllu. Hlýnun jarðar gæti hins vegar orðið til þess að ísinn bráðnaði ofan af þessum úrgangi og geislamengaða búnaði í Camp Century herstöðinni. Búast má við að þetta verði að veruleika eftir nokkurn tíma, líklega eftir um það bil 75 ár samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem vísindamenn við York-háskóla í Kanada hafa birt. Þarna í ísnum er geislavirkur úrgangur, kæliefni, olía og fleira af óumhverfisvænum efnum sem gætu eyðilagt út frá sér, bráðni ísinn ofan af. Á vefsíðum kanadíska dagblaðsins The Humboldt Journal er rætt við William Colgan, sem stjórnaði rannsókninni. Hann segir að umhverfisáhrifin af þessu ættu reyndar ekki að verða mjög afgerandi. Hins vegar megi búast við því að pólitísk áhrif yrðu nokkur: „NATO-ríkin þurfa virkilega að sýna að þau hafi vel útfærðar áætlanir um lokanir þegar tekist er á við arfleifð yfirgefinna herstöðva,“ segir Colgan. Vitneskjan um afdrif Camp Century herstöðvarinnar ætti að verða NATO hvatning til að leggja meiri vinnu í frágang yfirgefinna herstöðva á Grænlandi. Herstöðin Camp Century var starfrækt á árunum 1959 til 1967, þegar kalda stríðið var í hámarki. Þar var Bandaríkjaher með rannsóknarstöð þar sem rannsóknirnar beindust ekki síst að því hversu hentugt væri að geyma kjarnorkuvopn í ísnum. Þarna störfuðu 200 manns í miklu kerfi ganga sem grafin höfðu verið niður í ísinn. Í göngunum voru vistarverur fólksins ásamt tilraunastöðvum og kjarnorkuofni sem knúði stöðina. „Þegar þessu lauk lokaði herinn bara dyrunum og skildi allt eftir,“ segir Colgan í viðtalinu við Humboldt Journal. „Þeir tóku kjarnaofninn en skildu allt annað eftir. Byggingar, bifreiðar, birgðir, úrgang, allt saman. Þeir héldu að þetta myndi snjóa í kaf til eilífðar.“Thule-herstöðin Bandaríkjamenn hafa rekið Thule-herstöðina á norðvestanverðu Grænlandi síðan 1943. Árið 1951 var þar lagður flugvöllur, þar sem áður stóð þorpið Pituffik, en íbúar þess voru reknir burt með aðstoð danskra yfirvalda og sendir yfir í nýtt þorp, sem fékk nafnið Qaanaaq og var reist í 130 kílómetra fjarlægð frá fyrri heimkynnum fólksins. Árið 1968 hrapaði bandarísk sprengjuflugvél nálægt Thule-herstöðinni. Um borð voru fjórar vetnissprengjur. Töluverð geislamengun varð á svæðinu þótt sprengjurnar hafi ekki sprungið. Bandaríkjamenn og Danir unnu saman að því að hreinsa svæðið eftir því sem hægt var. Enn þykir nokkur hætta steðja þar að fólki.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Sjá meira
Skammt frá bandarísku Thule-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi er önnur herstöð, sem hét Camp Century og var einnig bandarísk, en var yfirgefin árið 1967. Bandaríkjamenn skildu þar eftir geislavirkan úrgang og búnað af ýmsu tagi, sem þeir héldu að myndi liggja þar grafinn í ísnum til eilífðarnóns, hættulaus með öllu. Hlýnun jarðar gæti hins vegar orðið til þess að ísinn bráðnaði ofan af þessum úrgangi og geislamengaða búnaði í Camp Century herstöðinni. Búast má við að þetta verði að veruleika eftir nokkurn tíma, líklega eftir um það bil 75 ár samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem vísindamenn við York-háskóla í Kanada hafa birt. Þarna í ísnum er geislavirkur úrgangur, kæliefni, olía og fleira af óumhverfisvænum efnum sem gætu eyðilagt út frá sér, bráðni ísinn ofan af. Á vefsíðum kanadíska dagblaðsins The Humboldt Journal er rætt við William Colgan, sem stjórnaði rannsókninni. Hann segir að umhverfisáhrifin af þessu ættu reyndar ekki að verða mjög afgerandi. Hins vegar megi búast við því að pólitísk áhrif yrðu nokkur: „NATO-ríkin þurfa virkilega að sýna að þau hafi vel útfærðar áætlanir um lokanir þegar tekist er á við arfleifð yfirgefinna herstöðva,“ segir Colgan. Vitneskjan um afdrif Camp Century herstöðvarinnar ætti að verða NATO hvatning til að leggja meiri vinnu í frágang yfirgefinna herstöðva á Grænlandi. Herstöðin Camp Century var starfrækt á árunum 1959 til 1967, þegar kalda stríðið var í hámarki. Þar var Bandaríkjaher með rannsóknarstöð þar sem rannsóknirnar beindust ekki síst að því hversu hentugt væri að geyma kjarnorkuvopn í ísnum. Þarna störfuðu 200 manns í miklu kerfi ganga sem grafin höfðu verið niður í ísinn. Í göngunum voru vistarverur fólksins ásamt tilraunastöðvum og kjarnorkuofni sem knúði stöðina. „Þegar þessu lauk lokaði herinn bara dyrunum og skildi allt eftir,“ segir Colgan í viðtalinu við Humboldt Journal. „Þeir tóku kjarnaofninn en skildu allt annað eftir. Byggingar, bifreiðar, birgðir, úrgang, allt saman. Þeir héldu að þetta myndi snjóa í kaf til eilífðar.“Thule-herstöðin Bandaríkjamenn hafa rekið Thule-herstöðina á norðvestanverðu Grænlandi síðan 1943. Árið 1951 var þar lagður flugvöllur, þar sem áður stóð þorpið Pituffik, en íbúar þess voru reknir burt með aðstoð danskra yfirvalda og sendir yfir í nýtt þorp, sem fékk nafnið Qaanaaq og var reist í 130 kílómetra fjarlægð frá fyrri heimkynnum fólksins. Árið 1968 hrapaði bandarísk sprengjuflugvél nálægt Thule-herstöðinni. Um borð voru fjórar vetnissprengjur. Töluverð geislamengun varð á svæðinu þótt sprengjurnar hafi ekki sprungið. Bandaríkjamenn og Danir unnu saman að því að hreinsa svæðið eftir því sem hægt var. Enn þykir nokkur hætta steðja þar að fólki.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Sjá meira